20.12.06

Gleðilega hátíð


Sæl öll sömul, bæði þið sem kvittið reglulega hérna og allir hinir sem ekki þora eða vilja kvitta :)
Ég hitti nefnilega nokkra á (h)jólaballi Sniglanna á laugardaginn sem sögðust kíkja hérna við öðru hvoru en hafa aldrei kvittað svo ég vissi ekkert um það. Jæja þið ráðið því en það er samt voða gaman fyrir mig að fá smá kveðju svo ég viti hverjir kíkja við ;)

Ég hef ekki haft tíma til að blogga að undanförnu og kem ekki til með að setja neitt nýtt hérna inn fyrr en fyrsta lagi á milli hátíða. Við mæðgurnar erum að fara vestur á Ísó á föstudaginn með Depill litla bílveika strákinn minn í skottinu :( Við fáum að gista á ættaróðalinu Góustöðum yfir jólin svo við erum aðeins útaf fyrir okkur.

Þar sem ég nennti ekki að skrifa jólakort þessi jólin, nema til fárra útvaldra, þá óska ég hér með öllum sem ég þekki:
GlEÐILEGRA JÓLA!!!!

og verið góð hvort við annað, alltaf !

Jólakveðja, Anna Málfríður


11.12.06

Afmæli frumburðarins og aðrir viðburðir helgarinnar

Hugsið ykkur bara, ég er rétt komin yfir tvítugt (finnst mér allavega!) og þá verður litla stelpan mín allt í einu 17 ára!!! Þetta er óskiljanlegt!
En hún Ólöf mín átti s.s. afmæli í gær, varð 17 ára daman :) TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ gullið mitt, þú ert alveg frábær manneskja og ég er svo montin af því að eiga þig !!! Dagurinn var nú ekkert voðalega hátíðlegur hjá henni greyinu. Hún þurfti að vinna hluta dagsins og svo þegar hún kom heim þá lá mamma hennar í timburmönnum í hrikalega óhreinni íbúðinni :( ojojojoj... En við reyndum að bæta úr þessu með því að fara saman út að borða á veitingahúsinu Ítalíu, ég, Ólöf, Hildur og Rútur. Ítalskur matur er í uppáhaldi hjá okkur mæðgunum og við vorum sko ekki svikin þarna, nammi namm! Við ætlum svo að bjóða vinum hennar heim einhvern tíman í vikunni þegar þau eru búin í prófum og svoleiðis, í smá afmælisveislu.

Ástæða þess að ég var svona timbruð í gær er sú að það var jólahlaðborð með vinnunni á laugardagskvöldið. Við áttum saman alveg frábæra kvöldstund sem var vel skipulögð og mikið lagt í allt. Það byrjaði kl. 17 heima hjá framkvæmdastjóranum þar sem boðið var upp á kokteil og snittur. Þangað kom svo alveg frábært band og spilaði nokkur lög fyrir okkur. Þeir heita South River Band og eru þvílíkir meistarar. Þarna komu allt í einu sex hljóðfæraleikarar inn í stofu og sköpuðu þvílíku stemminguna að við vorum helst á því að hætta við að fara í bæinn og borða heldur vildum bara halda svaka partý þarna ;) En nei, það var haldið við fyrra plan og farið í mat á Skólabrú. Þar var í boði fimm rétta hátíðarmatseðill sem var mjög góður. Eftir að borðhaldi lauk (með tilheyrandi drykkjum sko...) fórum við nokkur yfir götuna á Vínbarinn og héldum aðeins áfram þar en að lokum stóðum við Scot ein eftir (allt hjónafólkið farið heim!). Þá fór hann með mig á Cafe Cultura, sem er í alþjóðahúsinu við Hverfisgötu og boy-oh-boy það er sko alþjóðahús! Þar var ég tekin í svaka Salsa kennslu. Púff... Scot var ákveðinn í því að kenna mér að dansa salsa og mér var snúið og snúið þangað til ég stóð ekki lengur í lappirnar, hafði sko álpast á háum hælum í bæinn! Þetta er frábær dans en ég get alveg sagt ykkur það að til þess að geta náð þessu að einhverju marki þá þarf maður að vera með suðrænt blóð í æðum. Mér leið til skiptis eins og spýtustráknum Gosa eða stórum klunnalegu ísbirni!
Við enduðum svo á Dubliners (bara fyrir mig) og þar hendi ég skónum af mér og gat rokkað á minn hátt á dansgólfinu fram að lokum. Ég var svo ekki komin heim fyrr en klukkan fimm um morguninn. Segið svo að maður taki ekki almennilega á því loksins þegar maður drífur sig út á lífið :)

6.12.06

Djö.. er maður nú góður í útlenskunni :)

Ég rakst á þetta, sumt hef ég séð (eða heyrt) áður en annað ekki. Sumt er líka fyndnara en annað, eins og gengur og gerist. En gjörið svo vel, hér koma snilldar +(beinar)þýðingar á góðum íslenskum orðatiltökum og fleiru:

1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21. To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til skógar