11.12.06

Afmæli frumburðarins og aðrir viðburðir helgarinnar

Hugsið ykkur bara, ég er rétt komin yfir tvítugt (finnst mér allavega!) og þá verður litla stelpan mín allt í einu 17 ára!!! Þetta er óskiljanlegt!
En hún Ólöf mín átti s.s. afmæli í gær, varð 17 ára daman :) TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ gullið mitt, þú ert alveg frábær manneskja og ég er svo montin af því að eiga þig !!! Dagurinn var nú ekkert voðalega hátíðlegur hjá henni greyinu. Hún þurfti að vinna hluta dagsins og svo þegar hún kom heim þá lá mamma hennar í timburmönnum í hrikalega óhreinni íbúðinni :( ojojojoj... En við reyndum að bæta úr þessu með því að fara saman út að borða á veitingahúsinu Ítalíu, ég, Ólöf, Hildur og Rútur. Ítalskur matur er í uppáhaldi hjá okkur mæðgunum og við vorum sko ekki svikin þarna, nammi namm! Við ætlum svo að bjóða vinum hennar heim einhvern tíman í vikunni þegar þau eru búin í prófum og svoleiðis, í smá afmælisveislu.

Ástæða þess að ég var svona timbruð í gær er sú að það var jólahlaðborð með vinnunni á laugardagskvöldið. Við áttum saman alveg frábæra kvöldstund sem var vel skipulögð og mikið lagt í allt. Það byrjaði kl. 17 heima hjá framkvæmdastjóranum þar sem boðið var upp á kokteil og snittur. Þangað kom svo alveg frábært band og spilaði nokkur lög fyrir okkur. Þeir heita South River Band og eru þvílíkir meistarar. Þarna komu allt í einu sex hljóðfæraleikarar inn í stofu og sköpuðu þvílíku stemminguna að við vorum helst á því að hætta við að fara í bæinn og borða heldur vildum bara halda svaka partý þarna ;) En nei, það var haldið við fyrra plan og farið í mat á Skólabrú. Þar var í boði fimm rétta hátíðarmatseðill sem var mjög góður. Eftir að borðhaldi lauk (með tilheyrandi drykkjum sko...) fórum við nokkur yfir götuna á Vínbarinn og héldum aðeins áfram þar en að lokum stóðum við Scot ein eftir (allt hjónafólkið farið heim!). Þá fór hann með mig á Cafe Cultura, sem er í alþjóðahúsinu við Hverfisgötu og boy-oh-boy það er sko alþjóðahús! Þar var ég tekin í svaka Salsa kennslu. Púff... Scot var ákveðinn í því að kenna mér að dansa salsa og mér var snúið og snúið þangað til ég stóð ekki lengur í lappirnar, hafði sko álpast á háum hælum í bæinn! Þetta er frábær dans en ég get alveg sagt ykkur það að til þess að geta náð þessu að einhverju marki þá þarf maður að vera með suðrænt blóð í æðum. Mér leið til skiptis eins og spýtustráknum Gosa eða stórum klunnalegu ísbirni!
Við enduðum svo á Dubliners (bara fyrir mig) og þar hendi ég skónum af mér og gat rokkað á minn hátt á dansgólfinu fram að lokum. Ég var svo ekki komin heim fyrr en klukkan fimm um morguninn. Segið svo að maður taki ekki almennilega á því loksins þegar maður drífur sig út á lífið :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stóru stelpuna þína. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan við byrjuðum í skólanum og hún var bara að byrja í unglingadeildinni ;)

11 desember, 2006 21:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna.Þetta er alveg magnað hvað þessi börn eldast og við alltaf bara tvítugar,skrítið maður kveðja Magga

12 desember, 2006 14:07  
Blogger Díana said...

Innilega til hamingju báðar með daginn!

13 desember, 2006 05:40  

Skrifa ummæli

<< Home