30.11.06

Ligga ligga lá...

Mér voru gefnir tveir miðar á Rock Star tónleikana í kvöld :)
Ætla að bjóða Hildi með mér og held að það verði voða gaman.

Varð bara að deila þessari heppni með ykkur kæru lesendur, bless þar til seinna!

24.11.06

Ekkert franskbrauð á sunnudögum

Vissuð þið að það er ekki hægt að kaupa franskbrauð á sunnudögum í Reykjavík???
Já já ég veit, nú segir einhver að það geri ekkert til því það sé svo óhollt. Samt sem áður þá ætluðum við mæðgur að kaupa franskbrauð síðasta sunnudag til þess að vígja nýju Disney brauðristina okkar sem ristar mynd af Mikka Mús á brauðið og spilar voða happy lag þegar brauðið hoppar uppúr :) En nei nei, við fórum fyrst í Bakarameistarann í Suðurveri af því það var svona í leiðinni heim, þar stóð ég og beið á meðan 20 númer voru afgreidd á undan mér bara til þess að fá að vita að þar hefði hvorki verið bakað fínt samlokubrauð né venjulegt franskbrauð þá um morguninn. Stelpan var meira að segja ekki viss um hvað ég væri að spyrja!!!
Þá lá leiðin í 10-11 í Lágmúla, ekkert fínt brauð til þar. Næst var ákveðið að fara bara í Hagkaup í Skeifunni því að þar er svo mikið vöruúrval. EKKERT FÍNT BRAUÐ þar heldur!!! Eru allir hættir að fá sér ristað franskbrauð með osti og sultu til hátíðarbrigða??? Við vorum allavega mjög vonsviknar og þurftum að sætta okkur við Brallarabrauð með Mikka Mús. Ég er alveg viss um að hvítt brauð er ekkert mikið óhollara en allt þetta sykurjukk sem fólk fær sér með kaffinu, og hananú!

Þetta kom svosem ekkert mikið að sök fyrir mig þar sem ég reyni að takmarka allt brauðát. En það má nú svona spari.

Verð líka að deila með ykkur gleðifrétt dagsins. Ég er búin að fá nýtt rúm !!!:) Sko ég á voðalega fínt járnrúm sem ég smíðaði mér fyrir nokkrum árum en ég var aldrei búin að finna mér pening til að kaupa í það almennilegar dýnur (keypti frekar mótorhjól t.d.!)svo að það hefur verið hræðilegt að sofa í því. Vakna öll lurkum lamin og alls ekki úthvíld. En þetta breyttist s.s. í gærkvöldi þegar mér áskotnaðist þetta fína, lítið notaða ameríska rúm. Gamla rúmið er geymt vel þangað til ég á sumarbústað til að hafa það í.
Það var erfitt að fara í vinnuna í morgun því mig langaði helst til að njóta nýja rúmsins og liggja þar í allan dag :) Það fyndna er samt að það er 190 cm breitt! Ég hef aldrei átt breiðara rúm en 160 cm svo að nú er ég eins og lítið barn í þessu flæmi og get snúið mér hvernig sem ég vill án þess að svo mikið sem ein tá standi út úr, híhíhí! Spurning um að bjóða í alvöru kojufyllerí ??? Er einhver til í það?? Annars sagði ég Egili (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta viljandi röng beyging) að nú þyrfti ég bara að fara á veiðar og veiða eitthvað í þetta stóra rúm, honum fanst líklegast að það borgaði sig fyir mig að fara með troll í þær veiðar :) hehehe...

Góða helgi öll sömul, kveðja frá Önnu sem ætlar að eyða henni í rúminu!

18.11.06

Alltaf gaman að taka persónuleikapróf (stolið frá Díönu)







What Faerie Personality Are You?




Strong - Silent and often mysterious, you don't mind being by yourself. You can get things done on your own and don't like anyone to bother you. You are more artistic than given credit for.
Take this quiz!








Quizilla |
Join

| Make A Quiz | More Quizzes | Grab Code

16.11.06

Spurning dagsins:

- Hver hefur ekki gaman af dansandi mörgæsum???

9.11.06

Vinnan mín


Já það líður langt á milli færslna hérna enda svosem ekki mikill tími afgangs hjá mér. En ég ætla að segja ykkur aðeins frá vinnunni minni, sem ég er alltaf að vitna í. Því eins og ég hef margoft nefnt þá er ég rosalega ánægð með vinnuna og verkefnin sem ég tekst á við þar.

Ég fæst við brunahönnun. Þá er ekki um að ræða að ég hanni bruna (eins og margir spyrja!) heldur snýr mitt verksvið að því að fara yfir teikningar frá arkitektum og koma með lausnir um hvernig best og haghvæmast sé að hanna húsið svo það standist allar reglugerðir varðandi brunavarnig og þá helst með tilliti til öryggis fólks. Teikningar eru t.d. ekki samþykktar hjá byggingafulltrúa ef þessir hlutir eru ekki í lagi.

Í þessu felst t.d:
a) Að ákveða hólfun byggingarinnar, þ.e. hvaða herbergi (rými) eiga að vera sér brunahólf og hvaða húshlutar sér brunasamstæður. Munurinn á þessu er sá að í einni brunasamstæðu geta verið mörg brunahólf, hærri kröfur eru gerðar til brunasamstæðuskila en brunahólfunarskila, þ.e. veggir og hurðir með hærri kröfur þurfa að geta staðist eldinn í lengri tíma.
b) Að ákveða hvort húsið skuli varið með sprinkler eða brunaviðvörunarkerfi eða ekki og þá hvernig og í hvaða áhættuflokki sprinklerinn skal vera.
c) Að reikna út fjölda fólks í húsinu og sjá til þess að það séu nægilegar og öruggar flóttaleiðir fyrir alla.
d) Reikna út reyklosun úr húsinu og finna lausnir á henni.
e) Segja til um staðsetningu á út-ljósum og neyðarlýsingu, slökkvitækjum og brunaslöngum.
f) Segja til um frágang í brunasamtæðu-/brunahólfunarskilum og varðandi klæðningar á veggjum o.fl.
g) Skoða eldri hús og koma með tillögur um endurbætur vegna brunavarna.

Mismikið þarf að gera í hverju verki. Stundum er einfölld ráðgjöf nægjanleg um eitt eða fleiri þessara atriða en stundum þarf að gera flókna útreikninga um reykdreyfingu eða flótta fólks. Oftast endar þetta með viðamikilli skýrslu sem skilað er inn til byggingafulltrúa með aðaluppdráttum.

Já nú veit ég hvað vinir mínir eru að hugsa: "Anna þú ert alger nörd að finnast þetta svona spennandi"! Ha ha ha já það er líklega alveg satt en það eru svo mikil fræði í kringum eldinn og það er það sem mér finnst svo spennandi. Ég fæ krefjandi verkefni á hverjum degi og er gefin kostur á að leita mér endalaust meiri þekkingar á viðfangsefninu. Hvað getur maður hugsað sér betra en að vinna við svoleiðis aðstæður???