Ekkert franskbrauð á sunnudögum
Vissuð þið að það er ekki hægt að kaupa franskbrauð á sunnudögum í Reykjavík???
Já já ég veit, nú segir einhver að það geri ekkert til því það sé svo óhollt. Samt sem áður þá ætluðum við mæðgur að kaupa franskbrauð síðasta sunnudag til þess að vígja nýju Disney brauðristina okkar sem ristar mynd af Mikka Mús á brauðið og spilar voða happy lag þegar brauðið hoppar uppúr :) En nei nei, við fórum fyrst í Bakarameistarann í Suðurveri af því það var svona í leiðinni heim, þar stóð ég og beið á meðan 20 númer voru afgreidd á undan mér bara til þess að fá að vita að þar hefði hvorki verið bakað fínt samlokubrauð né venjulegt franskbrauð þá um morguninn. Stelpan var meira að segja ekki viss um hvað ég væri að spyrja!!!
Þá lá leiðin í 10-11 í Lágmúla, ekkert fínt brauð til þar. Næst var ákveðið að fara bara í Hagkaup í Skeifunni því að þar er svo mikið vöruúrval. EKKERT FÍNT BRAUÐ þar heldur!!! Eru allir hættir að fá sér ristað franskbrauð með osti og sultu til hátíðarbrigða??? Við vorum allavega mjög vonsviknar og þurftum að sætta okkur við Brallarabrauð með Mikka Mús. Ég er alveg viss um að hvítt brauð er ekkert mikið óhollara en allt þetta sykurjukk sem fólk fær sér með kaffinu, og hananú!
Þetta kom svosem ekkert mikið að sök fyrir mig þar sem ég reyni að takmarka allt brauðát. En það má nú svona spari.
Verð líka að deila með ykkur gleðifrétt dagsins. Ég er búin að fá nýtt rúm !!!:) Sko ég á voðalega fínt járnrúm sem ég smíðaði mér fyrir nokkrum árum en ég var aldrei búin að finna mér pening til að kaupa í það almennilegar dýnur (keypti frekar mótorhjól t.d.!)svo að það hefur verið hræðilegt að sofa í því. Vakna öll lurkum lamin og alls ekki úthvíld. En þetta breyttist s.s. í gærkvöldi þegar mér áskotnaðist þetta fína, lítið notaða ameríska rúm. Gamla rúmið er geymt vel þangað til ég á sumarbústað til að hafa það í.
Það var erfitt að fara í vinnuna í morgun því mig langaði helst til að njóta nýja rúmsins og liggja þar í allan dag :) Það fyndna er samt að það er 190 cm breitt! Ég hef aldrei átt breiðara rúm en 160 cm svo að nú er ég eins og lítið barn í þessu flæmi og get snúið mér hvernig sem ég vill án þess að svo mikið sem ein tá standi út úr, híhíhí! Spurning um að bjóða í alvöru kojufyllerí ??? Er einhver til í það?? Annars sagði ég Egili (fyrir þá sem ekki vita þá er þetta viljandi röng beyging) að nú þyrfti ég bara að fara á veiðar og veiða eitthvað í þetta stóra rúm, honum fanst líklegast að það borgaði sig fyir mig að fara með troll í þær veiðar :) hehehe...
Góða helgi öll sömul, kveðja frá Önnu sem ætlar að eyða henni í rúminu!
6 Comments:
já já minnist ekkert á nýja fjölskyldu meðliminn hana Penelópu!
Humm hún er móðguð, hún er að horfa á mig núna!
Til hamingju með nýja bólið! Ég skal lána þér netin mín (já, fleirtala) svo þú getir veitt félaga í það þar sem ég er að sjálfsögðu í fráhaldi. ;)
usss.. óþolandi þessi múgsefjun gegn hvítu brauði.. ég elska hvítt brauð :) til hamingju með nýja beddann ;)
Vá nýtt rúm!!!!! vona að veiðarnar gangi vel, farðu út með mynd af rúminu....Ég borða alltaf ristað brauð á sunnudögum en hef nú aldrei látið mér detta í hug að hafa það fransbrauð, bara venjulegt samlokubrauð... svona gera nú sumir litlar kröfur..hehehe
Til lukku með nýja rúmið:)
Kveðja Inda
Til hamingju með rúmið... ég hef komist að því að það er dýrasta sparsemi í heimi að sofa í vondu rúmi...
:o)
Hafið það gott!
Skrifa ummæli
<< Home