Vinnan mín
Já það líður langt á milli færslna hérna enda svosem ekki mikill tími afgangs hjá mér. En ég ætla að segja ykkur aðeins frá vinnunni minni, sem ég er alltaf að vitna í. Því eins og ég hef margoft nefnt þá er ég rosalega ánægð með vinnuna og verkefnin sem ég tekst á við þar.
Ég fæst við brunahönnun. Þá er ekki um að ræða að ég hanni bruna (eins og margir spyrja!) heldur snýr mitt verksvið að því að fara yfir teikningar frá arkitektum og koma með lausnir um hvernig best og haghvæmast sé að hanna húsið svo það standist allar reglugerðir varðandi brunavarnig og þá helst með tilliti til öryggis fólks. Teikningar eru t.d. ekki samþykktar hjá byggingafulltrúa ef þessir hlutir eru ekki í lagi.
Í þessu felst t.d:
a) Að ákveða hólfun byggingarinnar, þ.e. hvaða herbergi (rými) eiga að vera sér brunahólf og hvaða húshlutar sér brunasamstæður. Munurinn á þessu er sá að í einni brunasamstæðu geta verið mörg brunahólf, hærri kröfur eru gerðar til brunasamstæðuskila en brunahólfunarskila, þ.e. veggir og hurðir með hærri kröfur þurfa að geta staðist eldinn í lengri tíma.
b) Að ákveða hvort húsið skuli varið með sprinkler eða brunaviðvörunarkerfi eða ekki og þá hvernig og í hvaða áhættuflokki sprinklerinn skal vera.
c) Að reikna út fjölda fólks í húsinu og sjá til þess að það séu nægilegar og öruggar flóttaleiðir fyrir alla.
d) Reikna út reyklosun úr húsinu og finna lausnir á henni.
e) Segja til um staðsetningu á út-ljósum og neyðarlýsingu, slökkvitækjum og brunaslöngum.
f) Segja til um frágang í brunasamtæðu-/brunahólfunarskilum og varðandi klæðningar á veggjum o.fl.
g) Skoða eldri hús og koma með tillögur um endurbætur vegna brunavarna.
Mismikið þarf að gera í hverju verki. Stundum er einfölld ráðgjöf nægjanleg um eitt eða fleiri þessara atriða en stundum þarf að gera flókna útreikninga um reykdreyfingu eða flótta fólks. Oftast endar þetta með viðamikilli skýrslu sem skilað er inn til byggingafulltrúa með aðaluppdráttum.
Já nú veit ég hvað vinir mínir eru að hugsa: "Anna þú ert alger nörd að finnast þetta svona spennandi"! Ha ha ha já það er líklega alveg satt en það eru svo mikil fræði í kringum eldinn og það er það sem mér finnst svo spennandi. Ég fæ krefjandi verkefni á hverjum degi og er gefin kostur á að leita mér endalaust meiri þekkingar á viðfangsefninu. Hvað getur maður hugsað sér betra en að vinna við svoleiðis aðstæður???
2 Comments:
Hæ brunabeib og takk fyrir síðast!
Ég er alveg handviss um að eftir þessa færslu eykst umferðin um síðuna þína til muna! :P Það verður allt crazy bara.
Mér finnst þetta ákaflega spennandi enda nörd eins og þú ;)
Kv. Sóley
Skrifa ummæli
<< Home