Segir fátt af einum
Héðan er ekki mikið að frétta þessa dagana enda segir fátt af einum :)
Ritgerðin gengur ágætlega, er byrjuð að hnoða saman einhverjum skrifum eftir að hafa verið í útreikningum og heimildaröflun síðasta mánuðinn.
Ég hef verið að kynna mér þennan frumskóg sem atvinnuleit er. Þetta er algerlega nýr heimur fyrir mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væru svona mörg atriði sem maður þyrfti að hafa í huga við að sækja um atvinnu. Í fyrsta lagi þá getur það skipt sköpum að ferilskráin sé 100% rétt sett upp, þ.e. að réttu atriðin séu talin upp fyrst o.s. frv. Svo er það fylgibréf (e. cover letter) sem þarf helst að vera nokkurn vegin sérsmíðað fyrir hverja umsókn og svona mætti telja áfram.
Ég hef fengið góð ráð frá fólki hérna sem hefur verið að ganga í gegnum það sama og einnig frá professional aðilum í gegnum netið svo nú er bara að halda áfram að leita og sækja um. Ég hef nú þegar sótt um 5-6 stöður hérna í Bretlandi og fengið tvö neikvæð svör til baka og svo er ég búin að sækja um 3 stöður í Noregi sem ég hef ekkert heyrt um ennþá.
Ég þarf svo að gefa mér tíma núna í vikunni til að leita víðar en málið er einmitt að þetta er svo svakalega tímafrekt, það var eitt af því sem kom mér líka á óvart. En jæja, þetta er bara enn ein reynslan í sarpinn, svo lengi lærir sem lifir - ekki satt?!!
En á meðan allt er í óvissu með hvað tekur við eftir að ágústmánuður verður liðinn, þá er Edinborgin mín alltaf jafn notaleg og ég nýt sumarsins hérna til fulls.
Bestu kveðjur til allra sem líta hérna við (mynni á commentin!)