11.9.09

Námið búið, er á heimleið

Nú er mastersnáminu mínu, sem ég lagði upp í fyrir réttu ári síðan, lokið. Formeg útskrift verður í lok nóvember en allt sem viðkemur náminu sjálfu er búið - "over and done!" Ég er mjög ánægð með viðbrögðin við ritgerðinni og veggspjaldinu mínu, sem var hluti af nokkurs konar vörn og bíð spennt eftir einkunninni.

Ég hef ekki náð að fagna námslokunum því mér líður svo undarlega þessa dagana. Ég held að óvissan um hvað framundan er sé að spila þar inní. En ég er á heimleið, allavega í bili á meðan ég held áfram að leita að atvinnu og kem líklega til Íslands í næstu viku. Það sem þá tekur við er að losa búslóðina mína úr geymslunni, henda meiru og reyna að gefa sem mest. Svo liggur leiðin heim á Ísafjörð og lengra nær planið ekki ....

Bestu kveðjur frá Edinborg - ætli næsta færsla verði ekki frá Íslandi...?

23.8.09

Jæja og hvað svo?

Jæja, ég er búin að skila mastersritgerðinni og er bara nokkuð ánægð með verkið. Þá á ég bara eftir svokallaða "poster-presentation" sem er nokkurs konar vörn. Þar set ég upp á veggspjald megin atriðin úr ritgerðinni og svo koma einhverjir prófdómarar og þarf ég að geta svarað spurningum um efnið. Þetta verður þann 8.september og ætti ég að fá einkunn fyrir lokaverkefnið fljótlega þar á eftir.
En í dag byrja ég að pakka niður dótinu mínu því ég er að flytja úr íbúðinni sem ég hef verið í hérna síðsta árið. Þar sem ég veit enn ekkert hvað tekur við, þá fæ ég að vera í herbergi heima hjá Judy og Goff, leigusölunum mínum, allavega fram yfir poster-presentation. Mér sýnist á öllu að ég fari svo að huga að því að koma mér heim til Íslands en hvað tekur svo við er alveg óráðið.
Ég er að senda umsóknir um atvinnu út um allt svo hlutirnir geta breyst með litlum fyrirvara. Nú, ef ekkert jákvætt kemur út úr neinum af þessum umsóknum þá er stefnan að vera á Ísafirði í vetur og njóta fjölskyldunnar :)

Bless í bili, set hérna inn ef eitthvað breytist.....

13.7.09

Segir fátt af einum

Héðan er ekki mikið að frétta þessa dagana enda segir fátt af einum :)

Ritgerðin gengur ágætlega, er byrjuð að hnoða saman einhverjum skrifum eftir að hafa verið í útreikningum og heimildaröflun síðasta mánuðinn.

Ég hef verið að kynna mér þennan frumskóg sem atvinnuleit er. Þetta er algerlega nýr heimur fyrir mér. Ég gerði mér ekki grein fyrir að það væru svona mörg atriði sem maður þyrfti að hafa í huga við að sækja um atvinnu. Í fyrsta lagi þá getur það skipt sköpum að ferilskráin sé 100% rétt sett upp, þ.e. að réttu atriðin séu talin upp fyrst o.s. frv. Svo er það fylgibréf (e. cover letter) sem þarf helst að vera nokkurn vegin sérsmíðað fyrir hverja umsókn og svona mætti telja áfram.
Ég hef fengið góð ráð frá fólki hérna sem hefur verið að ganga í gegnum það sama og einnig frá professional aðilum í gegnum netið svo nú er bara að halda áfram að leita og sækja um. Ég hef nú þegar sótt um 5-6 stöður hérna í Bretlandi og fengið tvö neikvæð svör til baka og svo er ég búin að sækja um 3 stöður í Noregi sem ég hef ekkert heyrt um ennþá.
Ég þarf svo að gefa mér tíma núna í vikunni til að leita víðar en málið er einmitt að þetta er svo svakalega tímafrekt, það var eitt af því sem kom mér líka á óvart. En jæja, þetta er bara enn ein reynslan í sarpinn, svo lengi lærir sem lifir - ekki satt?!!

En á meðan allt er í óvissu með hvað tekur við eftir að ágústmánuður verður liðinn, þá er Edinborgin mín alltaf jafn notaleg og ég nýt sumarsins hérna til fulls.

Bestu kveðjur til allra sem líta hérna við (mynni á commentin!)

28.6.09

Góðir dagar

Ólöf er komin og farin. Við áttum saman skemmtilega daga, skoðuðum sögulega staði í borginni og slatta af búðum :) Það var sól og 20-30 stiga hiti þessa daga sem hún stoppaði og ég held að hún hafi ekki átt von á svoleiðis veðri í Skotlandi enda landið þekkt fyrir flest annað en sólstrandaveður. Góður tími saman og margt spjallað og spekúlerað!

Núna verð ég að halda vel á spöðunum í verkefninu ef ég á að ná að klára það á réttum tíma og skila af mér góðri ritgerð.

Góðar kveðjur til allra....

20.6.09

Óvissa og tilhlökkun

Síðan í desember 1989, þegar hún Ólöf litla fæddist, hef ég aldrei verið svona lengi í burtu frá henni eins og núna þetta síðasta ár. Það er búið að vera skrítið á köflum þar sem hún hefur verið á tímamótum í sínu lífi, að byrja í háskóla og að byrja að búa. En vegna þess hve hún er ótrúlega dugleg og mikill forkur þá hef ég verið róleg hérna úti, því henni gengur svo vel og er svo úrræðagóð að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Samt finnst mér stundum að ég sé ekki nógu góð mamma að vera ekki til staðar fyrir hana til að hjálpa til þegar þess hefur þurft. Þessi elska berst alltaf áfram og ef vinnan minnkaði á einum staðnum þá fann hún sér aðra vinnu til að bæta það upp - og það á meðan hún var að standa sig með miklum sóma í háskólanum!!!
En á morgun, sunnudag, kemur hún hingað til Edinborgar og ætlar að stoppa hjá mér í 4 daga - JIBBÍÍÍÍ!!! Ég hlakka svo til að knúsa hana og að sýna henni hvernig við Hildur höfum búið síðasta árið og ekki síst að sitja með henni og spjalla um lífið og tilveruna.
Eins og ég er mikill barnakelling og naut þess í botn að eiga stelpurnar mínar þegar þær voru litlar, þá finnst mér svo merkilegt og skemmtilegt að fylgjast með þeim verða að fullorðnum einstaklingum með sínar skoðanir á lífinu og tilverunni :)

En að öðru og ekki eins gleðilegu efni, þá fékk ég í vikunni uppsögn á samningi mínum hjá VSI svo ég hef enga vinnu að snúa til þegar ég klára námið í lok sumars. Ég var innst inni búin að búa mig undir að þetta gæti gerst þar sem ástandið í þjóðfélaginu er þannig að ekki er mikið um framkvæmdir eins og er en samt var ákveðið sjokk að sjá þetta svart á hvítu.
Ég er að þýða ferilskrána mína yfir á ensku og nú fer ég, með aðstoð kennaranna minna hérna, að leita að vinnu í mínu fagi hvar sem er í heiminum. Nú, ef ekkert kemur út úr því þá er ekkert að gera nema að reyna að halda höfði og leita áfram þangað til einhver vinna finnst!

EN í millitíðinni þá held ég áfram að skrifa lokaritgerðina, sem gengur bara ágætlega og nýt Edinborgar í sumar.

7.6.09

Orðin ein í kotinu

Jæja Hildur er farin heim til Íslands og ég er orðin ein eftir í Skotlandinu.
Við leigðum okkur bíl á föstudaginn og lögðum af stað héðan frá Edinborg niður til Manchester um morguninn, keyrðum sem minnst eftir hraðbrautunum heldur tókum aðeins minni vegi og nutum útsýninsins. Við keyrðum í gegnum The Lake District og vá hvað það er fallegt þar. Stoppuðum í mjög fallegum litlum bæ sem heitir Keswick og drukkum í okkur andrúmsloftið í þessum gamla, enska bæ.

Þegar við komum á flugvöllinn í Manchester þá fengum við að vita að það væri um tveggja tíma seinkunn á fluginu hennar Hildar sem gerði í sjálfu sér ekki mikið til fyrir hana en gerði mig pínu stressaða. Sérstaklega þar sem ég lagði af stað keyrandi til Skotlands aftur eftir að hún var komin í gegnum öryggishliðið og þegar ég var komin langleiðina heim þá var hún ekki ennþá búin að fá að vita frá hvaða hliði flugvélin færi. En jæja þetta leystist allt að lokum og Einar Marlboro beið hennar á Keflavíkurflugvelli og kom henni í rúmi sitt í Grýtubakkanum.

Það var ekkert voðalega gaman að þeysa eftir hraðbrautinni í myrkrinu hingað heim en þegar ég sá ljósin í Edinborg þá fannst mér ég vera komin heim, - já HEIM! Því hérna líður mér svo vel og ég kom eiginega sjálfri mér á óvart þegar ég fann þessa "aaahhh, heima" tilfinningu við að sjá borgina. Þessa tilfinningu fæ ég alltaf þegar ég keyri inn Skutulsfjörðinn og sé Ísafjörð en ekki þegar ég nálgast Reykjavík.

Hildur er svo að fara í Bása með skólafélögunum úr Háteigsskóla í dag og fram á þriðjudag en ég er lögst yfir vinnuna fyrir lokaverkefnið mitt.

Kveðja heim á degi sjómannanna okkar!

29.5.09

Hildur að standa sig vel í skólanum

Núna er síðasti dagurinn hennar Hildar í James Gillespie's High School og það hittir þannig á að þessi önn er líka að klárast hjá þeim. Í næstu viku byrja s.s. ný önn og hefði hún færst upp á fjórða ár þá ef hún hefði haldið áfram. En í gær kom hún heim með "Report" eða umsögn sem gerði mömmuna alveg afskaplega stolta, já hreinlega að springa úr monti yfir stelpunni sinni. Ég ætla að leyfa ykkur að heyra hvað kennararnir höfðu um hana að segja og hvaða heildareinkunn hún fékk í hverju fagi. Hérna er einkunnagjöfin allt öðruvísi en heima en svona í grunninn þá er gefið frá 1-10 þar sem 1 er hæst!!!

English: 3
Hildur is doing amazingly well considering English is not her first language. Her performance in the recent Close Reading test was excellent. She has done well in group presentations.

History: 1
Hildur is an excellent student making excellent progress in history. Her written work is always detailed and complete. She has mastered in Enquiry Skills we have covered so far and she has very strong factual knowledge. Her written work is well expressed and presented. When she feels confident, she answers very well in class -well done!

Physics: 3
Hildur is improving in this subject by the day. She is finally gaining in confidence and this is having a very pleasing effect on her test scores. Her understanding of the subject is excellent, she provides excellent answers verbally, and with a little more experience I hope we can work on translating this to written answering. An excellent year this year; well done Hildur!

Art and Design: 1
Hildur continues to make excellent good progress in Art and Design. She is a quiet but keen and conscientious pupil who always works hard and strives to do well. Hildur gained a 1 for her Design Unit, producing an imaginative and well modelled Pumbaa mask, a 1/2 for expressive work produced to date-her card painted church painting was particularly successful, and a 1 for her two critical essays.

Geography: 1
I have been very impressed with Hildur's commintment to the course. She works hard and has very well laid out notes. She also has a keen grasp of the topics we study coupled with a good background knowledge and she is happy to discuss her ideas. She did very well at the recent Industry assessment, especially in terms of comprehending the questions.
I am convinced tha Hildur can continue to make good progress in Geography. As long as she maintains her lively interest in the world she lives in and remains motivated to do well then there should be few diffculties for her in ther future studies.

Svo fékk hún 3 í Stærðfræði og 3 í líffræði og voru aðal kommentin þar að hún vinnur vel í tímum en væri helst til feimin og bæði ekki nógu oft um aðstoð.

Við fórum á Pizza Hut í gærkvöldi til að halda upp á þessar flottu einkunnir og umsagnir :)

Kveðja frá ofur-stoltri mömmu...