4.2.09

Einkunnir og fleira skrítið

Ég er öll að koma til, svona heilsufarslega. Held að ég hafi bara sloppið nokkuð vel með bara nokkurra daga kvefpest. Ég náði samt að smita Hildi líka svo hún tók við af mér í vesældómnum.

Ég er enn ekki búin að fá neinar einkunnir síðan á haustönninni. Þetta er allt svo svifaseint hérna í þessum stóra skóla. Við áttum að fá einkunnirnar okkar á síðasta föstudag eða núna á mánudaginn en ég fékk e-mail í gær um það að niðurstöðunum úr akkurat þeim áföngum sem ég tók seinkaði eitthvað vegna snjóa og ófærðar á suður-Englandi!! Þá er það víst þannig að það er alltaf einhver utan þessa skóla sem þarf að skrifa upp á einkunnirnar og sá sem sér um þessa áfanga er þarna fyrir sunnan og hefur ekki komist í vinnuna í þessari viku. Þannig að þó að við hérna fyrir norðan séum ekkert í neinum sérstökum vetrarhörkum þá finnum við samt óbeint fyrir þeim - frekar fyndið!

En í dag er verið að jarða hana elsku ömmu mína í sveitinni og er hugur minn í allan dag búinn að vera hjá þeim þarna heima. Ég er samt í raun ekkert voðalega ósátt við að geta ekki fylgt henni síðasta spölinn því ég átti með henni góða stund áður en ég fór út í haust og þar áður margar góðar og skemmtilegar stundir sem ég ylja mér við að minnast. Mér finnst eiginlega erfiðara að vera ekki nálægt ömmu á Bökkunum í dag, hefði gjarnan viljað vera til staðar fyrir hana núna.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Knús Anna mín ..

Kveðja Inda

05 febrúar, 2009 13:01  
Anonymous Nafnlaus said...

það er gott að geta yljað sér við góðar minningar á svona stundum Anna mín vona að þið hafið það sem best þú og lasarusssssinn þinn!!
kv Jóna Guðný

06 febrúar, 2009 11:49  

Skrifa ummæli

<< Home