12.3.09

Mikið að gera í skólanum

Vinnuálagið í skólanum er óðum að aukast eins og vill verða þegar líður á önnina. Hún er líka langt komin því aðeins eru eftir um 2-3 kennsluvikur svo er verkefnavinna í apríl og prófin hefjast í byrjun maí. Eftir þessa viku er ég búin með eitt fagið, Fire Laboratory, í því er ekkert próf heldur er áfanginn metinn af vinnunni okkar og skýrslunum sem við skiluðum eftir hverja tilraun. Er s.s. að fara að skila tveimur síðustu skýrslunum á morgun og svo þarf ekkert að hugsa meira um þetta fag. Ég þarf að skila pre-dissertation 22. apríl og er það stórt verkefni sem gildir á við tvo kennda áfanga. Það er forvinna að lokaverkefninu mínu. Svo í maí eru það 3 próf.
En það er svo mikil verkefnavinna núna þessar síðustu kennsluvikur að öll kvöld og allar helgar fara í það. Ég fæ auðvitað enga samúð á þessu heimili frekar en fyrri daginn, Hildur bendir mér bara á að ég hafi viljað þetta, hahahaha....! Enda alveg satt hjá henni ;)


Að lokum smá myndasyrpa frá ferlega krúttilegri götu hérna í nágrenninu:



Ekki amarlegur þessi!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel ...og takk fyrir hjálpina í gær :)

Kveðja Inda

12 mars, 2009 20:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Jáhá þetta vildiru!! hahahhaha góður Hildur!
Stattu þig stelpa, rúllar þessu upp.....
kv Jóna Guðný

17 mars, 2009 13:17  
Anonymous Nafnlaus said...

jáh ekkert ljótur bíllinn þarna..
þú rúllar þessu upp kona ég get ekki ímyndað mér annað :)

21 mars, 2009 23:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Anna mín. Ég kíki alltaf inn á síðuna þína öðru hvoru. Nú ér ég flutt úr Jónsgeisla í Mosó, úr 265m² í 75 m² !! Farin að búa með sjálfri mér - vona bara að ég þoli mig !!! Bestu kveðjur til ykkar mæðgna og gangi ykkur allt í haginn. Sigga frænka í Klapparhlíð.

25 mars, 2009 15:16  

Skrifa ummæli

<< Home