Mikið að gera í skólanum
Vinnuálagið í skólanum er óðum að aukast eins og vill verða þegar líður á önnina. Hún er líka langt komin því aðeins eru eftir um 2-3 kennsluvikur svo er verkefnavinna í apríl og prófin hefjast í byrjun maí. Eftir þessa viku er ég búin með eitt fagið, Fire Laboratory, í því er ekkert próf heldur er áfanginn metinn af vinnunni okkar og skýrslunum sem við skiluðum eftir hverja tilraun. Er s.s. að fara að skila tveimur síðustu skýrslunum á morgun og svo þarf ekkert að hugsa meira um þetta fag. Ég þarf að skila pre-dissertation 22. apríl og er það stórt verkefni sem gildir á við tvo kennda áfanga. Það er forvinna að lokaverkefninu mínu. Svo í maí eru það 3 próf.
En það er svo mikil verkefnavinna núna þessar síðustu kennsluvikur að öll kvöld og allar helgar fara í það. Ég fæ auðvitað enga samúð á þessu heimili frekar en fyrri daginn, Hildur bendir mér bara á að ég hafi viljað þetta, hahahaha....! Enda alveg satt hjá henni ;)
Að lokum smá myndasyrpa frá ferlega krúttilegri götu hérna í nágrenninu:
Ekki amarlegur þessi!!
4 Comments:
Gangi þér vel ...og takk fyrir hjálpina í gær :)
Kveðja Inda
Jáhá þetta vildiru!! hahahhaha góður Hildur!
Stattu þig stelpa, rúllar þessu upp.....
kv Jóna Guðný
jáh ekkert ljótur bíllinn þarna..
þú rúllar þessu upp kona ég get ekki ímyndað mér annað :)
Hæ Anna mín. Ég kíki alltaf inn á síðuna þína öðru hvoru. Nú ér ég flutt úr Jónsgeisla í Mosó, úr 265m² í 75 m² !! Farin að búa með sjálfri mér - vona bara að ég þoli mig !!! Bestu kveðjur til ykkar mæðgna og gangi ykkur allt í haginn. Sigga frænka í Klapparhlíð.
Skrifa ummæli
<< Home