27.2.09

Bolludagur - Sprengidagur/pancakeday

Það var að sjálfsögðu haldið í íslenska siði á þessu heimili í vikunni. Ég bakaði nokkrar gerbollur fyrir okkur Hildi á síðasta sunnudag og svo var okkur boðið í bollukaffi á bolludaginn sjálfan til Ragnars og Agnesar. Mmmm, fengum yndislegar vatnsdeigsbollur og sko nóg af þeim...! Sem betur fer er heimleiðin aðeins niður á móti svo við gátum rúllað hingað heim eftir allt átið :)
Hérna halda þeir líka upp á sprengidaginn en ekki með saltkjöti og baunum, heldur pönnukökum. Dagurinn heitir s.s. "Pancakeday" í þessu landi. Ég var búin að ákveða að gera pönnukökumáltíð eða "crepes" en þegar leið á daginn í skólanum þá fór mig að langa meira og meira í baunasúpu svo ég kom við í Sainsbury's á leiðinni heim og keypti baunir, bacon og lauk, gulrætur og rófur. Ég keypti líka einn góðan bita af nýju lambakjöti til að hafa með. Mmmm, baunasúpan var svo góð þó það vantaði saltkjötið (setti bara extra mikið bacon í hana í staðinn) og hún dugði okkur vel í tvo daga. Þannig að pönnukökudagurinn var bara hjá okkur í gær (fimmtudag) í staðinn.

Að lokum set ég hérna inn myndir frá tilraunum sem ég var að gera í vikunni á eldi í fljótandi eldsneyti ("pool fires"), get ekki sagt annað en að það var alveg rosalega gaman!!



Gaman í skólanum!!!

Flottur logi!

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Brennuvargsnördinn þinn! ;) Þínar verklegu æfingar eru þó miklu skemmtilegri en mínar (dæmi: að standa úti í -10°C í 3 klst. að mæla rennsli í Glerá)!

27 febrúar, 2009 15:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvar ertu? það er helst að reyna að hringja í nótt!!!! Annars bara LUVE YOU
Dísa

03 mars, 2009 14:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Nóg að gera!! Anna Brennuvargur....
Kv Jóna Guðný

05 mars, 2009 11:33  

Skrifa ummæli

<< Home