29.3.09

Útsölur

Það brast skyndilega á með útsölum hérna, að vísu ekki allt á útsölu en margar af stóru búðunum eru að losa sig við vetrarvörurnar og bjóða þær á afslætti í stuttan tíma. Að fara að versla er ekki mín sterkasta hlið en það var kominn tími á að bæta við fataúrvalið hjá henni Hildi svo við rifum okkur upp eldsnemma á laugardagsmorgni og drifum okkur niður í bæ. Það var snilldar hugmynd að fara snemma því þá var ösin ekki orðin voðalega mikil. Leiðin lá beint inn í verslunina Next þar sem Hildur hefur alltaf fengið á sig buxur sem passa og það gekk líka eftir. Eftir minna en 10 mínútur vorum við komnar með nokkrar buxur inn á mátunarklefa og fann Hildur tvennar gallabuxur á sig og ég fékk líka einar. Að auki fékk hún á sig pils og bol og ég keypti eitthvað af sumarfötum á Ebbu-krílið. Alls keyptum við 11 flíkur í þessari einu búð og borguðum fyrir þær 94 pund (sem leggst út sem ca. 11.000 kr.) Ekki slæm kaup það! Að vísu lentum við í smá vandræðum þar sem kreditkortinu mínu var alltaf hafnað en eftir nokkur símtöl í þjónustuver Íslandsbanka og strætóferð heim og aftur í bæinn þá var þeim misskilningi eytt. En vá, þá var klukkan líka orðin þrjú og brjáluð ös í bænum og við Hildur erum báðar þannig að það hreinlega dregur úr okkur alla orku. Það voru því þreyttar en ánægðar mæðgur sem skiluðu sér loks heim.
Núna eru allar kennslustundir búnar hjá mér í skólanum en framundan er verkefnavinna. Þarf að skila stóru verkefni 22. apríl og svo byrja prófin í byrjun maí. Svo það er eins og venjulega á þessu heimili, nóg að gera. Ég ætla að reyna að gera eins mikið og ég get í verkefninu næstu vikuna svo ég geti átt góðan tíma með Dagrúnu en hún kemur til okkar þann 8. apríl og verður hjá okkur í viku, ohh það verður æðislegt að fá hana í heimsókn og sýna henni veröldina okkar hérna :)

Kveðja til allra sem ennþá nenna að kíkja hingað inn og bendi á að ég hef óskaplega gaman af því að fá smá kveðju í kommentunum hjá mér :)

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ,
ég er reglulegur kíkkjari á bloggið þitt og hef afar gaman af því að lesa um ykkur mæðgur.
kv. Sóley

29 mars, 2009 22:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Jájá verslar á EBBU en ekki mig! I´m your flesh and blood hérna...hversu mörgum tímum á ævi minni hef ég eytt í að hjálpa ykkur að versla, deila mínum outstanding hæfileikum í því að eyða pening í föt...og hvað fæ ég staðinn þegar að það eru útsölur, ekki einu sinni einn sokk:p

ég hef líka sparað þér skildingin í fatakaupum gegnum tímann með því að stækka ekki uppúr fötunum!

Ólöf

29 mars, 2009 23:40  
Blogger Anna Malfridur said...

Elsku Ólöf mín, ég verslaði á Ebbu fyrir peninginn hennar Dísu af því hún bað mig um það.
En auðvitað skal ég kaupa handa þér ekki bara einn heldur TVO sokka ástin mín!!!

30 mars, 2009 10:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Kvitt kvitt :)

Kveðja Inda

31 mars, 2009 20:16  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ mæðgur. Allt gengur vel hjá ykkur, líka að versla. Það er gott. Ég er nú með verslunarpróf síðan 1972 og nota það óspart - mér til hrellingar um mánaðamót þegar Visa reikningurinn kemur :-( Nú er ég flutt í Mosó og uni hag mínum dável. Bestu kveðjur Sigga frænka.
P.S: Góð - Ólöf !!

01 apríl, 2009 12:07  
Anonymous Díana said...

Ég sver það að ég var búin að kvitta hérna, og það fyrir löngu síðan! Ég segi þá bara aftur að maður er fljótur að gleyma hvað það var gott að sjá kvittin frá fólkinu sínu að heiman þegar maður var í útlöndunum sjálfur. Ég ætla að vera duglegri að kvitta (ef kvittið mitt heldur sér inni..) en ég kíki reglulega á ykkur duglegu mæðgur, eða sko bloggið ... :)

kv
Díana

02 apríl, 2009 09:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Tékka sko alltaf reglulega á hvort það er ekki í lagi með ykkur :o) finnst svo gaman að fylgjast með þeim sem eru að gera góða hluti.. kannski smá öfund í gangi að þið búið í útlöndum en ekki ég ;o) hafið það æði og njótið þess að fá D í heimsókn.
Kveðja úr vonandi vorinu hérna
Halla #1001

02 apríl, 2009 10:13  
Anonymous Nafnlaus said...

vá hvað það væri gaman að kíkja til ykkar!!
Flottar í útsölunum, ánægð með ykkur!!
Kvitt kvitt
Jóna Guðný

04 apríl, 2009 09:31  

Skrifa ummæli

<< Home