1.2.09

Kvef og leiðinlegheit

Takk fyrir góðar kveðjur til mín og fjölskyldunnar. Gott er að eiga góða vini :)
Helgin hefur verið afskaplega súr og leiðinleg. Ég er komin með leiðinda kvef í nefi, eyrum og augum og sár í hálsi. Er langt frá því að vera fullhress en samt eiginlega ekki nógu veik til að liggja fyrir, óþolandi þetta milli-ástand! Ég er þess vegna hér um bil gróin föst við sama hornið í sófanum þar sem ég dorma yfir mis-lélegu sjónvarpsefni á milli þess sem ég hnerra og snýti mér. Eina útiveran þessa helgi var þegar við fórum út í búð og fylltum á matarforða heimilisins og enduðum á því að fara á KFC og kaupa fulla fötu af mat sem við tókum með okkur heim. Þegar heim var komið bjó ég til kokteilsósu til að hafa þetta alvöru og svo skáluðum við Hildur í kjúklingabitum með kokteilsósu fyrir henni ömmu heitinni! -Smá útskýring fyrir þá sem ekki þekktu ömmu í sveitinni en eitt það besta sem hún vissi voru kjúklingabitar frá KFC með frönskum og kokteilsósu :)

Kveðja með snýt, snýt og hnerr, hnerr....!!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Já Anna þetta er víst sá árstími sem alls konar pestar herja á okkur, við höfum sloppið vel hér á stofunni allavega ennþá 7-9-13, en nú er janúar liðinn og ég held að ég segi að ég hef aldrei áður upplifað eins stuttan janúar, það hefur verið svo mikið að gerast hér mikil læti og allt á fullu í stjórnmálunum svo ég bara gleymdi hvað mér finnst janúar leiðinlegur mánuður, við ætlum að hafa þorrablót á föstudaginn og borðum bara fyrir þig líka þetta árið. Ég vona að þú hristir þetta kvef af þér fljótt og vel, hafið það sem allra best.
Kv. Idda

02 febrúar, 2009 09:19  
Anonymous Nafnlaus said...

æji láttu þér nú batna Anna mín!!
Hunagn og kanill maður hunang og kanill......
þetta er að virka ég sver það!!
annars er soddan fimburkuldi í heiðardalnum hérna að ég hélt að ég yrði úti í gær við að labba 10 min frá hesthúsi og heim....birr varð bara að fara í ullarsokka og peysu undir sæng og hringja í mömmu og skæla smá....varð bara 5 ára mér varð svo kalt.

04 febrúar, 2009 11:41  

Skrifa ummæli

<< Home