Ólöf í Fréttablaðinu í dag
Þökk sé tækninni þá gat ég fengið að sjá Fréttablaðið í dag þar sem er smá viðtal við hana Ólöfu krúsídúllu (já ég veit, þú ert ekkert ánægð með að ég kalli þig svona en ég má- ég er mamman!!)
Ég reyndi að setja link beint inn á síðuna hérna en það mistókst svo að slóðin er (fyrir þá sem ekki fá blaðið): http://vefmidlar.visir.is/VefBlod/?paper=fbl og þar inn á blaðið 11.desember og ef þið farið í html útgáfu þá veljið þið blaðhlutar og Allt og þar er hún blessunin.
Ef mér tekst að finna út úr því hvernig ég get sett þetta hérna inn þá geri ég það annars verður þetta að duga.
5 Comments:
Fínt viðtal :) Ég skoðaði einmitt barnagæsluna í Hreyfingu í morgun - mjög flottar skreytingar!
Hrefna
Ég var bara að fletta fréttablaðinu í rólegheitum og allt í einu birti, sá þá stóra fallega brosið hennar Ólafar þinnar á móti mér. Flott viðtal og mynd. Fer í geymsluna með úrklippunni um svölu mótorhjólamömmuna. Mannstu eftir henni???
kveðja Ásdís
algjör krúsídúlla, skil vel svona mömmumont
kv. Sóley
Já sá hana í Fréttablaðinu, flott stelpa :)
Bestu kveðjur
Hæ Anna, nú er ég alveg farin að bíða eftir nýju bloggi og fréttum af þér og hvernig gekk í skólanum.
Kv. Idda
Skrifa ummæli
<< Home