30.12.08

Hildur komin til baka

Ég var komin út úr dyrunum klukkan rúmlega sjö í morgun til þess að fara til Glasgow að taka á móti Hildi. Strætó-lest-strætó og svo aftur strætó-lest-strætó, allt tók þetta um 5 tíma, þ.e. með svolítilli bið á flugvellinum. En hvað það var svo yndislegt að fá stelpuna heim aftur, glaða og fína eftir góðan tíma á Íslandi. Ég vildi bara að Ólöf og Rútur hefðu getað komið líka og verið með okkur yfir áramótin en því miður þá leyfir efnahagsástandið það ekki.

Ég er búin að hafa það ljómandi gott um jólin. Átti rólegt og gott aðfangadagskvöld með Sigga, Ingu og Þóri Snæ og fór svo í al-íslenskt jólaboð á jóladag til Ragnars skólabróður míns og Agnesar konu hans. Þar var boðið upp á hangikjöt með öllu tilheyrandi þar á meðal ORA grænum baunum og Malt/Appelsínblöndu mmmm......!
Á laugardaginn buðu leigusalarnir mínir, Judy og Goff mér í skemmtilegan göngutúr um stíga hérna í kring og á eftir heim til þeirra í kjarngóða súpu og brauð. Svo þið sjáið það að það er vel hugsað um mig hérna og passað upp á að mér leiðist ekki svona ein :)

Veðrið hefur verið frábært öll jólin. Stilla og hlýtt til að byrja með en svo fór að kólna og er núna fallegt vetrarveður, sól, logn og frost. Miðbærinn er iðandi af lífi, bæði vegna útsala og líka vegna yfirvofandi hátíðahalda yfir áramótin. Hérna er nefnilega mikil hátíð um áramótin, Hogmanay, sem hófst í gærkvöldi með frábæru sjónarspili. Mikið hefði verið gaman af einhverjir hefðu getað komið og notið þessa með okkur en því miður þá er það ekki svo. Við Hildur njótum bara fyrir ykkur öll :)

Farið varlega um áramótin og takk fyrir allt gamalt og gott!

Áramótakveðja frá mæðgunum í Edinburgh!

4 Comments:

Blogger Inda said...

Gleðilegt nýtt ár kæra mín og þakkir fyrir það gamla ...

Knús til Edenborgar ...

Kveðja Inda og co

30 desember, 2008 18:45  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Gleðilegt ár frænka :)

01 janúar, 2009 02:26  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt ár. Megi nýja árið vera ykkur mæðgum gott.
Vonast svo eftir mydnum og pistli um Hogmanay. Bestu kveðjur af Rauðalæknum. ÁGJ

02 janúar, 2009 13:21  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt nýár frænkur mínar góðu.
Bestu kveðjur, Sigga frænka.

02 janúar, 2009 16:59  

Skrifa ummæli

<< Home