21.12.08

Prófin búin og jólin á næsta leiti

Prófin eru búin. Þessi prófatörn var mjög erfið og ég get varla sagt að ég viti hvað varð af því sem af er desember. Ég fór í fjögur próf, tvö burðarþolspróf og tvö í brunafögum. Mér gekk mjög illa í einu prófinu en ég vona að ég hafi náð hinum. Núna á ég eftir að gera eina ritgerð sem tilheyrir þessari önn en að öðru leiti er hún búin. Ég vona að ég nái að afla þeirra gagna sem nauðsynleg eru vegna ritgerðarinnar á mánudag og þriðjudag svo ég geti stússast eitthvað í þessu um jólin. Ég hef svo eitthvað fram í janúar til þess að klára hana.
Skólinn byrjar aftur 12.janúar en ég held að ég þurfi ekki að fara í tíma fyrstu 3 vikurnar. Nota þær þá í að byrja á næstu stóru ritgerð sem á að gera á vorönninni.

Ég var orðin svo gersamlega úrvinda eftir síðustu viku, var í einu prófi á mánudag, því næsta á miðvikudag og svo því síðasta á föstudaginn. En léttirinn var líka mikill um hádegi á föstudaginn þegar þetta var allt saman búið. Ég hélt upp á próflokin með Sigga, Ingu og Þóri litla nágrönnum mínum, við fórum út að borða á spænskum veitingastað þar sem við fengum okkur Tapas og eitt gott glas af Sangríu :)

Helgin hefur svo verið yndisleg. Búin að fá pakka að heiman með piparkökum, íslensku nammi og íslenskum jólalögum og fullt af myndum af krökkunum hennar Dísu systir. Svo fékk ég líka tvo diska með vídeói frá 100 ára afmælinu hennar ömmu um daginn svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvort það voru ekki votir hvarmar hérna í gærkvöldi! Ég á svo yndislega fjölskyldu - þið eru sko lang- lang best!!!
Í gær (laugardag) dressaði ég mig upp og fór niður í miðbæ og drakk í mig jólastemminguna þar. Fékk mér heitt kakó með rommi og vöfflu með vanillusósu og kirsuberjum, mmmmmm!!! Svo bara rölti ég um í rólegheitunum, ekkert sem kallaði á mig og ég náði að bara njóta þess að vera til.
Í dag þreif ég íbúðina við undirleik yndislegra jólalaga, setti upp pínu skraut og fór svo út í búð og keypti það sem mig vantaði matarkyns.

Ég bið að heilsa í bili, kveðja frá einbúanum í Edinborg.

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Hæ, það hlítur að vera léttir að vera búin með prófin í bili. En hafðu það sem allra best um jól og áramót og ég óska þér gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári, jólakveðja
Idda

22 desember, 2008 09:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðileg jól, einbúinn minn og hafðu það rosa gott næstu vikurnar og njóttu þess að vera ein. Það getur verið svooo gott. Og áður en þú veist af verður hún Hildur komin aftur til þín. Bestu kveðjur til ykkar allra af Lækjarbraut 12.
kveðja, Ásdís

22 desember, 2008 12:03  
Anonymous Nafnlaus said...

till hamingju með prófalok, njóttu lífsins og tilverunnar í útlabndinu, gleðileg jól, kveðja, sigga.......

23 desember, 2008 15:39  

Skrifa ummæli

<< Home