Ein í kotinu
Hildur er búin að vera heima á Íslandi í eina viku og er alsæl. Hún hefur farið í skólann, þar sem hún er ennþá skráð í bekkinn þá var það ekkert mál og verið með vinkonum sínum alla daga.
Ég hef ekki haft neinn tíma til að sakna hennar þar sem síðasta vika var síðasta kennsluvikan í skólanum og fullt -fullt af verkefnum sem þurfti að skila. Svo fór ég í fyrsta prófið í dag svo helgin fór í að læra fyrir það. Prófið var í sjálfu sér ekkert rosalega erfitt en maður hefði þurft a hafa helmingi lengri tíma eða þá að vera tvöfallt fljótari að reikna! Svo ég er ekkert voðalega bjartsýn með útkomuna.
En jæja jæja, það kemur allt saman í ljós og núna þarf ég að einbeita mér að næstu þremur prófum sem eru í næstu viku.
Kveðja til allra sem eru að jólast, ég er búin að setja upp eina jólaseríu í stofugluggann, kaupa eina jólarós og hengja fina jólasveininn minn utan á hurðina. Þá telst mínum jólaundirbúningi lokið :)
3 Comments:
Gott að fá fréttir. Gangi þér vel!
Kveðja, Ásdís
Gangi þér vel :)
Kveðja Anna Gísla
Gott að Hildur er glöð, hún kemur kanski bara bjartsýn út eftir áramót og nýtur tímans sem þið eigið eftir úti. En gangi þér vel í prófunum og svo er bara góð afslöppun um jól og áramót og undirbúningur andlega fyrir næstu önn.
Við höfum það ágætt hér á klakanum en nú er orðið mikið dimmt hjá okkur svo það eru bara kertaljós og seríur sem duga.
Kv. Idda
Skrifa ummæli
<< Home