6.9.08

Skrítinn draumur

Ég hugsa nú ekki oft um merkingu drauma en stundum festist einn og einn svo í manni að hugsunin um hann fer ekki strax í burtu. Þannig var að mig hefur dreymt nokkurn vegin sama drauminn tvær nætur í röð. Kannski ekki alveg sama drauminn en hann var um nákvæmlega sama efnið. Í stuttu máli þá voru báðir draumarnir þannig að ég var að eignast son (nb. það kom aldrei fram að barnið ætti föður!) og ég var algerlega peningalaus. Ég átti ekkert fyrir barnið og var t.d. að senda tölvupóst á vini og vinnufélaga til að spurja hvort einhver gæti átt barnavagn í geymslunni sem hann gæti lánað mér. Ég var samt alveg í mínu mesta "sjálfstæðis-/þrjósku-attitudi" sem til er. Þ.e. ég þurfti í sjálfu sér enga hjálp (fannst mér) ég gat þetta allt saman sjálf. Var að spá í að fara í Góða Hirðinn og athuga með það sem vantaði fyrir barnið. Að auki (og þetta kom sterkt fram báðar næturnar) þá varð ég að nefna drenginn "Dagbjartur"!!! Ég vissi sjálf ekki hvers vegna en þetta var eitthvað sem sat fast í mér eins og ég gæti engu um þetta ráðið.

Venjulega vaknar maður bara eftir svona drauma og hristir hausinn og það gerði ég eftir fyrri nóttina. Hugsaði ekkert meira um þetta nema hvað mér fannst þetta ekki sérstaklega heillandi nafn (!). En að dreyma nákvæmlega það sama næstu nótt á eftir, það situr í mér.
Það eina sem ég veit um draumaráðningar er þessi setning: "böl er af ef barnið dreymir nema sveinbarn sé og þitt eigið". Þannig að þessir draumar hljóta að vera fyrir einhverju góðu og nafnið Dagbjartur getur ekki verið fyrir öðru en einhverju björtu og fallegu, haldið þið það ekki???

Ef einhver hefur einhverja hugmynd þá eru allar tillögur vel þegnar :)
Langaði bara að deila þessu með ykkur....

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hmm ...kannski ættir þú að pissa á prufu hehehe

*GLOTT*

Knús Inda

06 september, 2008 19:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Hmmmm,
ertu ekki á "pillunni"
ef ekki,
þá veistu þetta um gegnumtrekkinn,
er það ekki........
ég get lánað þér ýmislegt af ömmudótinu mínu.....
kv. sigga #677

06 september, 2008 19:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Dagbjartur já ; )
Stóra draumráðningabókin segir
Dagbjartur - Gott nafn í draumi .Boðar gæfu og gengi..
Þú átt eftir að massa skólann ;)

06 september, 2008 21:34  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk nafna, mér líst best á þína skýringu! Inda og Sigga bara að láta ykkur vita það að það er ekkert barn á leiðinni hjá mér, ónei!!!

06 september, 2008 21:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja þá, ég vissi um hina skýringuna en okkar Indu var samt skemmtilegri fyrir okkur en kannski ekki fyrir þig........hafðu það gott,
kv. sigga #677

07 september, 2008 14:50  
Anonymous Nafnlaus said...

Okkar skýring var miklu skemmtilegri Sigga:)

En ef það reyndist vera ....verð ég fyrst manna til að detta niður dauð úr hlátri:):)

08 september, 2008 19:02  
Anonymous Nafnlaus said...

Inda, þurfum við ekki að ákveða nafn og svona fyrir hana?
Hún veit ekki að hún sé bomm,,,
b....hafandi.....
kv. sigga #677

08 september, 2008 19:32  
Anonymous Nafnlaus said...

já mikið væri fyndið ef að Inda og Sigga hefðu rétt fyrir sér!!
en hin skýringin er góð!
en lýsa draumar ekki oft okkar innstu óskum???
kv Jóna Guðný

08 september, 2008 22:41  
Anonymous Nafnlaus said...

Ef það yrði svo heppilegt að það mætti dama á svæðið þá að sjálfsögðu ætti hún að heita Sigríður Inda - ef það er strákur Sigurður Indriði

Ekki flókið.

Spurning um að ég fari að týna saman ungbarnafötin:)

09 september, 2008 22:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Tær snilld. :-)
kv sigga

10 september, 2008 21:30  

Skrifa ummæli

<< Home