11.8.08

Komið að brottför - vonandi

Jæja, það virðist vera komið aððí loksins, brottför er fyrirhuguð í fyrramálið. Það kemur að vísu í ljós þegar líða tekur á daginn hvort það borgi sig að fresta brottför um tvo daga eða svo eftir heilsufari Hildar. Við eyddum nefnilega gærdeginum á bráðamóttöku barna!!! Hildur vaknaði í gærmorgum með ofboðslegar kvalir og kastaði upp aftur og aftur vegna þeirra. Lýsingin var eins og í júní þegar við enduðum einnig á Barnaspítalanum og eftir þá ferð féll grunur helst á ristilkrampa. Ég brunaði með stelpuna niður á spítala í gær þar sem kvalirnar voru þvílíkar að ekki var um neitt annað að ræða en að fá sterk verkjalyf í æð og það strax! Úff, til að gera langa sögu stutta þá var hún aftur rannsökuð hátt og lágt en ekkert fannst og að lokum var ristillinn ennþá helst grunaður. Hún var útskrifuð í gærkvöldi þegar þetta var í rénum en eftir að heim kom hélt þetta aðeins áfram en við náðum að slá á verkina þá með töflum og svo náði hún að sofa vel í nótt. Ég ætla að halda áfram fram yfir hádegi að undirbúa það að fljúga út í fyrramálið en ef Hildur verður ennþá mjög slöpp og ekkert farin að borða eftir hádegið þá fresta ég auðvitað fluginu. Við byrjum svo bara á því þegar til Edinborgar verður komið að finna góðan lækni til þess að rannsaka stelpuna almennilega!!!

En að skemmtilegra málefni. Partýið á föstudagskvöldið var yndislegt, ekki svo margmennt en svakalega góðmennt! Magga, þú gleymdir að knúsa mig áður en þú stakkst af.....!!!
Takk fyrir kvöldið elskurnar og eins og ég sagði þarna um nóttina, ef einhverntíman er tími til að láta gamminn geysa og gera það sem maður vill, þá er það einmitt þegar maður er að fara að flytja burt af landinu í kjölfarið... hehehe.....!

Ég læt ykkur vita ef ég fresta fluginu en annars þá blogga ég næst þegar ég kemst í netsamband úti.

Túlilúúúú allesammen... :)

11 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð Anna mín og vonandi verður hún Hildur orðin góð fyrir brottför. Greyið stelpan, ekki fagrar lýsingar. Vertu dugleg að blogga úti svo maður fái fréttir og svona, ég mun allavega kíkja á bloggið og sjá hvað þið eruð að bralla.

Knús á ykkur báðar
Kv. Sóley

11 ágúst, 2008 14:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Æjjj, litla snúllan.
Vonandi líður henni orðið betur. Leitt að missa af kveðjupartýinu en gott að vita að það var gaman.
Bíð spennt eftir frekari fréttum.
Knús frá okkur öllum í Kisukoti.

11 ágúst, 2008 14:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Vonandi fer hún Hildur að jafna sig!!! Knúsaðu hana frá mér! og far vel í útlandiu og takk fyrir partýið snildin ein, og þarfaverkið sérstaklega!!

11 ágúst, 2008 21:57  
Anonymous Nafnlaus said...

Ohhh ég ætlaði sko ekki að gleyma því krúttið mitt,en takk fyrir geðveikt skemmtilegt partý.
Og vonandi á henni Hildi eftir að batna fljótt.
Hafið það sem best og svo dugleg að blogga:-)
Kveðja Magga

11 ágúst, 2008 23:08  
Anonymous Nafnlaus said...

takk fyrir partíið.. farðu vel með litlu konuna og gefðu henni knús frá mér..

12 ágúst, 2008 09:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Mér þykir leitt að hafa ekki komist að kveðja þig en ég var í skurðaðgerð deginum áður.
Farðu vel með þig í útlandinu og vonandi batnar stelpunni fljótt og örugglega!
Góða ferð og góða dvöl :)

kv. Addý.

12 ágúst, 2008 12:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð Anna mín og Hildur og vonandi fer dömunni að batna. Hafið þið sem allra best þarna úti og gangi ykkur allt í haginn.
KV Sóley Vet (greinilega ekki eina Sóleyin sem þú þekkir!!!)

12 ágúst, 2008 21:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ mæðgur, ég hugsaði oft til ykkar í gær og vona að ferðalagið í nýju heimkynnin hafi gengið vel,
Bestu kveðjur
Idda

13 ágúst, 2008 08:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð og góðan bata.
Kv
Þ

13 ágúst, 2008 13:13  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Góða ferð, vona að allt gangi vel og við ákafir lesendur fáum fljótlega fréttir af ykkur í nýju landi

13 ágúst, 2008 22:23  
Anonymous Nafnlaus said...

tu tu tu á ykkur og krossa putta.

14 ágúst, 2008 00:08  

Skrifa ummæli

<< Home