17.8.08

Mikið djö... er ég klár :)

Já, eins og ég hef alltaf sagt, ef maður hrósar sér ekki sjálfur hver gerir það þá??? hehehehe....
Við mæðgurnar höfum verið að keyra svolítið um undanfarna daga og ég er bara orðin nokkuð klár í þessu öfuga dæmi hérna. En ég mæli samt eindregið með því að ef þið ætlið að leigja bílaleigubíl í Bretlandi í fyrsta skipti, fáið ykkur sjálfskiptan. Það er nefnilega allt of erfitt að þurfa líka að muna eftir því að skipta um gír (með vinstri auðvitað) þegar maður er á fullu að mynna sjálfan sig á að vera réttu (-röngu) megin á götunni!!! Sem betur fer er Vauxhallinn sem ég er á voðalega þolinmóður við mig og tekur alveg af stað í öðrum gír, hann mótmælir a.á.m. ef ég reyni þriðja eða þaðan af hærra :)
Það sem ég er alltaf jafn hissa á líka, er að mér er að takast ágætlega að rata. Að vísu komst ég ekki alveg að ASDA superstore í gær en ég sá hana í fjarlægð.... við fórum bara aftur í Sainsbury's að kaupa í matinn eftir smá auka bíltúr :)

Í gær stóð ég líka við loforð mitt við Hildi um að halda á slöngu. Meira um það í næstu færslu ásamt myndum til að sanna mál mitt!

Á morgum skila ég svo bílnum og við Hildur förum að ganga frá skráningunni hennar í skólann. Ætli við fáum þá ekki upplýsingar um hvers konar skólabúnng við þurfum að kaupa og svoleiðis því að skólinn hennar byrjar á miðvikudaginn.

Í dag er bara leti og ljúft líf, biðjum að heilsa heim....

7 Comments:

Blogger Meðalmaðurinn said...

Myndir já, það hljómar vel. Er ekki ofboðslega fallegt þarna hjá ykkur?

17 ágúst, 2008 20:54  
Anonymous Nafnlaus said...

kvitt, kvitt
Idda

18 ágúst, 2008 09:14  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er greinilega rosa ævintýri hjá ykkur mæðgum! *knús*

19 ágúst, 2008 11:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Djöfull ertu klár...ég er skíthrædd við svona öfugsnúninga.
Gaman að heyra fréttir að ykkur mæðgum.
kv. Sóley

19 ágúst, 2008 15:25  
Anonymous Nafnlaus said...

Gott að sjá að allt er samkvæmt áætlun. Þetta á eftir að verða frábær reynsla. Bestu óskir.

JK

19 ágúst, 2008 17:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekki einn sem kom heim úr fimm vikna vinnuferð á Nýja Sjálandi. Hann var kveikjandi á rúðuþurrkunum í gríð og erg þegar hann settist við stýrið á okkar bíl! :D
Gangi þér vel með allt saman.
Þ

20 ágúst, 2008 09:03  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er gott að heyra svona jákvætt frá þér frænkubeib x 2 og ég dáist að þér. Fyrir margt reyndar. En settu nýja símanúmerið þitt endilega inn á bloggið þitt.
Gangi þér allt í haginn og ykkur báðum.
Sigga J.

20 ágúst, 2008 09:55  

Skrifa ummæli

<< Home