20.8.08

West Powburn og fleira

Jæja, Hildur er í skólanum í fyrsta skipi í dag. Við fórum í heimsókn í gær og fengum mjög góðar móttökur. Ég man að ég var með allt í hnút þega ég skildi hana eftir í fyrsta skipti á fyrsta skóladeginum hennar þegar hún var 6 ára en vá, ég var ekkert skárri í morgun! Það var ferlega skrítið að skilja hana eftir þarna í skólanum og labba í burtu :) En ég veit að hún spjarar sig vel stelpan.
Mér leist mjög vel á skólann í gær. Hann er frekar gamall og er í nokkrum byggingum sem hafa verið bætt við í gegnum árin. það eru um 1200 nemendur á 6 árum þarna. Hildur er á þriðja ári.
Eitt fengum við að vita í gær sem kom okkur á óvart, það eru engir skólabúningar í James Gillespie´s High School :) Hildur varð MJÖG glöð með það :)

Hérna eru svo nokkrar myndir eins og ég var búin að lofa:



Fyrsta kvöldmáltíðin á nýja heimilinu





Að komast á netið, þessar tvær myndir eru eiginlega teknar frá sama staðnum, bara í sitt hvora áttina.








Kósýkvöld með púslið okkar :)







Útsýnið úr stofuglugganum








Ég ekkert of ánægð með slönguna en lét mig samt hafa það ;)









Hildur var töluvert ánægðari með hana...

og hélt svo á þessu kvikindi líka.... það er óþarfi að taka það fram að ég kom ekki nálægt því !!!

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Allt að verða brjálað í spenningi fyrir handboltanum hér heima, þú veist nú örygglega að Ísland vann Pólverja í morgun og á að keppa í undanúrslitum á föstudaginn 12.15

Kv. Idda

20 ágúst, 2008 13:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Oj oj oj! Hvernig datt ykkur í hug að koma nálagt svona ófreskjum... En mikið er nú fínt hjá ykkur þarna úti og ég vona bara að ykkur gangi rosa vel! Með skóla og öfugan akstur og allt mögulegt :)

20 ágúst, 2008 15:57  
Anonymous Nafnlaus said...

*HROLLUR*

Knús Inda

20 ágúst, 2008 19:48  
Anonymous Nafnlaus said...

hvað segiru anna hélstu ekki á kóngulóni??? ég skil bara ekkert í þér!!!
Kv Jóna Guðný

21 ágúst, 2008 00:04  
Anonymous Nafnlaus said...

Æði að fá fréttir og myndir.
Þú ert nú hugaðri en ég gæti nokkur tímann verið, hefði ekki komið nálægt slöngu hevv...., hefði ekki einu sinni farið inn í sömu byggingu, jakkk.
Knús frá okkur.
p.s. vissiru að amma þín er að fara á Kumbaravog (dvalarheimili) á mánudaginn.

21 ágúst, 2008 11:41  
Anonymous Nafnlaus said...

ég hefði nú ekki snert þetta nema með priki.. jú til að berja draslið til dauða kannski ;)

21 ágúst, 2008 15:26  
Blogger Anna Malfridur said...

Sko stelpur, þarna sjáið þið hvað ég er ótrúlega hugrökk ;)
En þótt ég hafi látið mig hafa það að gera þetta og að það hafi ekki verið eins slæmt og ég hélt að koma við slönguna, þá hef ég enga þörf fyrir að gera þetta aftur! :)

21 ágúst, 2008 17:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Jææks!

22 ágúst, 2008 22:34  

Skrifa ummæli

<< Home