7.8.08

Kveðjupartýið!!

Jæja, það er komið á hreint að kveðjupartýið verður haldið samhliða opnu húsi hjá Sniglunum á föstudagskvöldið (ath. breyttan dag!) í Sniglaheimilinu við Skerjafjörð. Barinn opnar kl.21 og verður hægt að kaupa þar áfengar og óáfengar veigar eitthvað fram á nótt.

Allir sem vilja þekkja mig, hvort sem þeir eru Sniglar eða ekki eru hjartanlega velkomnir!
Við skulum skemmta okkur saman þetta kvöld því að svo eruð þið laus við mig í rúmt ár á eftir hehehe...!

Ég treysti á að allt skemmtilega fólkið látið sjá sig og láti boðin berast áfram til þeirra sem vilja kannast við að þekkja mig en eru ekki tölvuvæddir eða ég ekki með símanúmerið þeirra í símanum mínum.

Sjáumst kát og hress...!

p.s. ef þið rekist á gaurinn á myndinni, endilega takið hann með! Ég hef alveg nokkur atriði í huga sem hægt væri að nota hann í............

8 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Bera ísskápinn, píanóið, sófasettið, stóru kommóðuna ,, bera þig í rúmmið ... frystiskápinn,

07 ágúst, 2008 13:42  
Anonymous Nafnlaus said...

skítt með píanó, ísskáp og þessháttar, en að bera þig í rúmið ogsvoframveigis......er ekki það sem þú ert að meina ?
kv. sigga

07 ágúst, 2008 13:50  
Blogger Anna Malfridur said...

Jú mín kæra, auðvitað var það ÞAÐ sem ég hafði í huga!!
Ég var búin að fá sterka menn og konur til að bera hina hlutina fyrir mig ;)

08 ágúst, 2008 09:55  
Blogger Anna Malfridur said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

08 ágúst, 2008 09:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í kvöld, kella mín.´
Við komumst því miður ekki, fjölskylduútilega.
En knúsaðu Nonna Metal frá mér ef þú sérð hann.

08 ágúst, 2008 13:20  
Anonymous Nafnlaus said...

aldrei hafði mér dottið það í hug .. ; )
enda hafðiru svo sum hönk s til að bera fyrir þig

08 ágúst, 2008 15:10  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir æðislegt hvöld. Rauðhetta mín ;)
Farðu vel með þig í útlöndum.

10 ágúst, 2008 18:09  
Anonymous Nafnlaus said...

TAKK FYRIR SKEMMTILEGT KVEÐJUPARTÝ
ÞAÐ VÆRI KANNSKI RÁÐ AÐ ENDURTAKA ÞETTA ?????
KVEÐJA OG HAFÐU ÞAÐ GOTT Í SKOTLANDINU GÓÐA..
SIGGA #677

10 ágúst, 2008 18:56  

Skrifa ummæli

<< Home