Flugeldatónleikar og nafnarugl
Ég skrapp niður í bæ í gærkvöldi til að horfa á flugeldasýningu sem var skotið upp í takt við frábæra klassíska tónlist. Hildur nennti ekki með mér og var bara heima í rólegheitunum á meðan. En þetta var alveg frábært. Auðvitað voru flugeldarnir ekkert miklir miðað við það sem við Íslendingar erum vanir en að þeim skuli hafa verið skotið upp í takt við tónlistina var alveg frábært. Svo var útsýnið ekki af verri endanum þar sem kastalinn var í bakgrunni. Hérna er frétt um þetta.
Ég ruglaði aðeins saman "Addýjum" núna fyrir helgina. Fór að leita uppi bloggsíðu sem ég vissi um hjá gamalli skólasystir minni til að svara fyrirspurn í kommenti við síðustu færslu varðandi tölvna hennar Hildar :) Komst svo að því að það var ekki þessi Addý sem var að spurja heldur Addý Snigill!! Sorrý Snigla-Addý ég var ekkert búin að gleyma þér en heilinn hljóp bara aðeins hraðar en ég svo ég náði ekki að hugsa! Það er nefnilega þannig að ég þekki t.d. tvær Sóleyjar og að minnsta kosti tvær Siggur líka sem kommenta stundum hjá mér og ég er ekki alltaf alveg viss hver er hver.....!
En varðandi tölvuna hennar Hildar þá eru hérna linkar sem sýna hvað um er að ræða, við mæðgurnar tókum að vísu ekki eftir því að myndavélin í lokinu væri "optional" í þeirri bresku svo við fengum enga myndavél. Það skiptir ekki öllu máli, verðið er samt miklu lægra.
Sú íslenska og sú breska (það er sú sem er fyrst á listanum þarna).
Að lokum, stóra stelpan mín er að byrja í Háskóla Íslands í dag!!! Ó mæ.... hún er nú ekki nema 18 ára ennþá, verður 19 í desember, svo hún er örugglega með þeim yngstu þarna. En dugnaðurinn í þessari stelpu er engu líkur svo ég veit að hún klárar sig vel. Gangi þér vel í dag ástin mín!!!!
9 Comments:
Hæ Hæ,
ertu að rugla mér við aðra.... eg er ég þú veist , sigga, erum við báðar mótorhjóla... eða báðar dökkhærðar, eða báðar frekar lítið ungar, eða......
til hamingju með stelpurnar og lífið í útlandinu, kv. sigga #677
auðvitað mundi ég ekki rugla ykkur saman ef ég sæi ykkur báðar, en stundum þarf ég að lesa kommentin oftar en einu sinni til að átta mig á hvor Siggan er að skrifa :)
En þið eigið samt slatta sameiginleg ;) Báðar mjög hressar og glaðar týpur og á svipuðum aldri þrátt en önnur er ljóshærð á meðan hin er dökkhærð :)
Báðar æðislegar!!!
Vildi bara segja þér að ég coperaði bloggið þitt og myndirnar (þ.e. það sem hefur komið frá Edinborg) og prentaði út handa ömmu þinni. Þú getur, ef þú vilt, skrifað henni bréf og sent mér, ásamt myndum sem ég gæti prentað út handa henni. Hún yrði svo glöð. Það veitir ekki af að reyna að lýsa aðeins upp dagana hjá henni. Og svo er hún líka svo stolt af þér.
Vonandi er OK að ég græjaði þetta handa henni.
Bestu kveðjur og knús frá okkur öllum
Æ takk elsku Ásdís, þetta er æðislegt hjá þér.
Ég náði svo góðu spjalli við hana í morgun þegar ég hringdi í hana en ég fann alveg að henni líður alls ekki nógu vel.
Verðum í sambandi.
LOL!!
Nú grét ég af hlátri..ekki rugla Siggu, bara mér ;)
Takk fyrir þetta Anna mín, mér datt í hug að spyrja þig því Maggi siglir á England og ég var að spá í tölvu fyrir miðjuna mína sem er að verða 18. Nú veit ég verðmunin :)
kv.,
hin Addý ;)
Jeminn!
Hló svo mikið að ég gleymdi:
Til hamingju með stelpuna þína, hún er ekkert smá dugleg!
kv.,
Aftur hin Addý :)
Hvað á það að þýða að hafa fullt af myndum af pöddum!!!!... ég er sem sagt að komast í stuð eftir sumarið og byrjuð að kíkja á blogg, fer kannski að blogga sjálf... hver veit. Alltaf gaman að sjá ykkur ásamt flýgildum og slöngum...
Þú ert langflottust Anna mín og dætturnar ekkert síðri!!!
girlpower Jóna Guðný
Þegar ég var lítil átti ég fullt af Sigríðum fyrir vinkonur og í dag heita 3 bestu vinkonur mínar Margrét. Þetta getur stundum verið ruglandi en það venst ótrúlega vel.
Kveðjur í borgina.
Þ
Skrifa ummæli
<< Home