Nýja heimilið
Hæ hæ allir saman,
ég vill byrja á því að þakka góðar kveðjur til okkar mæðgna :)
En við erum s.s. komnar heim til okkar í Edinborg og gekk ferðin bara vel. Við villtumst að vísu aðeins á leiðinni inn í borgina á bílaleigubílnum sem við tókum í Glasgow en vorum ekki villtar nema í ca. klukkutíma þá fundum við leiðina heim. En boy-oh-boy hvað ég var skítnervus að keyra öfugu megin á götunni!!!!
Leigusalarnir mínir eru yndisleg hjón sem tóku á móti okkur hérna. Þau voru búin að setja kaffi te og kex ásamt ávöxtum á borðið og mjólk og safa í ísskápinn. Það var sápa og pappír og allt sem þarf inni á klósetti. Rosalega "welcoming" móttökur. Svo eru þau öll af vilja gerð til þess að greiða götu okkar í hverju sem er.
Við vorum að vonum nokkuð þreyttar og fórum snemma að sofa en um nóttina vaknaði ég með hita og hálsbólgu og var gærdagurinn þess vegna ekki voðalega merkilegur. Það eina sem við gerðum fyrir utan að taka upp úr töskum var að skreppa út að versla í matinn og fá okkur skosk gsm-númer. Ég er öll betri í dag og við fórum þess vegna í smá túristaleik. Skruppum aðeins í miðbæinn og skoðuðum okkur um.
Hverfið okkar er voðalega fallegt og virkar rólegt.
Við biðjum að heilsa í bili, vonandi kemst ég fljótlega aftr inn á netið, það eru einhver vandræði með það hérna heima en ég hlýt að finna út úr því.
Túlílúúúú....
7 Comments:
Gott að ferðin gekk vel :) hlakka til að heyra frá ykkur í útlandinu!
Gott að heyra að ykkur lítist vel á þetta, kveðja héðan frá VSI
Idda
gaman að heyra að allt gengur vel, Björk litla systir biður að heilsa.
Kveðja úr kisubrekku.
P.S. Karíus er týndur aftur ef að hann kemur aftur er ég að spá í að gefa hann, hann er í svakalegri fýlu yfir þessu öllu.
Mikið er gott að þetta gekk vel :)
Vona að þér batni fljótt og vel
Kveðja til ykkar beggja
Anna og co
Gott að vita af ykkur á leiðarenda.
Hlakka til að lesa um ævintýri ykkar í borg Edens, hahhahah
Knús úr Kisukoti
Til lukku með útlandið!! bara til hamingju Skotland!
Já er ekki hell að keyra öfugumegin á veginum og að skipta um gír með vinstri!!!
Kveðja Jóna Guðný
Gott að það gekk vel ...er strax farin að sakna þín.
Við Anna erum meira að segja byrjaðar að plana ferð út til þín:)
Kveðja Inda
Skrifa ummæli
<< Home