Búin að finna draumastaðinn
Við mæðgurnar skruppum aðeins út fyrir borgina á laugardaginn til að heimsækja "Deep Sea World" . Þetta safn er staðsett í litlu þorpi sem heitir North Queensferry og er staðsett undir gömlu járnbrautarbrúnni yfir The Firth of Forth.
Safnið var mjög skemmtilegt þó það hafi verið mun minna en við héldum miðað við auglýsingar. Hildur tók að sjálfsögðu fullt af myndum af fiskum og finnst mér, sem brunahönnuði, þessi ferlega skemmtileg. Þarna sjáið þið bara, fiskar þurfa líka að vita hvert þeir eiga að synda ef þeir eiga að rýma bygginguna skyndilega :)
Það sem mér fannst flottast í þessu safni var færiband sem fór með mann í gegnum gler-göng þar sem fiskar og hákarlar voru að synda allt í kringum mann. Hildur náði þessari mynd af einum hákarlinum þegar hann synti ofan á okkur:
og svo af þessari skötu sem er með svo skemmtilegt andlit :)
Eins og þeir sem þekkja mig vita, þá er ég mjög heilluð af stórum mannvirkjum og eru brýr þar fremstar í flokki. Þetta litla þorp er svo yndislegt og fallegt að ég væri alveg til í að setja að þar. Ímyndið ykkur, lítið friðsælt sveitaþorp við sjóinn með tvær stórar brýr í útsýninu!!! Sjáið bara:
Þarna sjáið þið nýrri brúna, bílabrúna
og þarna er gamla járnbrautarbrúin:
8 Comments:
get ég fengið hitt, þegar ég verð gömul.....
kv. sigga
já það væri æði :)
Heyrðu ..ég er afar skemmtilegur nágranni:)
Kem til þín ..
Knús Inda
hvenær eigum við að mæta ?
En krúttuleg hús - ég kem líka í heimsókn í ellinni...
Hæhæ :) Gaman að geta fylgst með ykkur mæðgunum. Vona að allt gangi vel og hver veit nema maður kíki e-n tímann í heimsókn. ;)
Hrikalega flott hús og ef þetta er svona breskt lítið sjávarþorp þá hljómar þetta eiginlega OF vel!
Gangi ykkur mæðgum svo vel með framhaldið.
kv.,
Addý.
Vildi bara óska ykkur mæðgum góðrar helgi, hér er hífandi rok og rigning ekta íslenskt haustveður.
Idda
Skrifa ummæli
<< Home