29.8.08

Bara smá update

Það er lítið að frétta af okkur mæðgum í sjálfu sér. Lífið er farið að ganga sinn vanagang hérna í Edinborginni góðu og við höfum það mjög gott.
Ég hef verið að vinna svolítið á daginn, netið gerir það mögulegt að vinna eins og ég sé ennþá stödd á skrifstofunni í Kópavogi :) Ég er ekkert með mörg verkefni á minni könnu en er þó að reyna að klára tvö sem standa eftir.

Hildur var að kaupa sér tölvu. Hún er búin að sitja eins og ormur á gulli á fermingarpeningunum sínum síðan í apríl og nú var loksins komið að því. Það sem stelpan var orðin spennt :)
Hún keypti sér Dell Inspiron 1525 hjá Dell U.K. á netinu. Það tók um viku að fá hana senda heim að dyrum en það gerði nú ekkert til þar sem verðið á henni hérna er svo miklu lægra en heima að það var alveg biðarinnar virði. Við vorum s.s. búnar að skoða samskonar tölvu hjá EJS í Reykjavík, nákvæmleg eins, allt involsið og svoleiðis samsskonar og þar kostaði hún 109 þúsund krónur. Tölvan sem við keyptum hérna, (ath. einnig beint frá Dell...) kostaði a.á.m. 54 þúsund krónur!!! Finnst ykkur þetta hægt????? Ég bara spyr.....
Hildur er að sjálfsögðu ekkert smá glöð, átti allt í einu fullt af pening afgangs :)

Matarverðið hérna er líka lægra en heima en þó get ég ekki sagt að það sé svona rosalega mikill munur. Það er auðvitað eins hérna að maður hittir á sumt mjög ódýrt og annað dýrara. En það sem ég tek kannski helst eftir er verðið á ferskum kjúklingabringum og kalkúnabringum, það kostar ekki einn fót og hálfan handlegg eins og heima. Jú og svo lífrænær vörur og heilsuvörur, þær eru dýrari en hinar hérna eins og heima en samt ekki eins mikið dýrari og alveg viðráðanlegar. Þannig að það er í raun ódýrara að borða hollan mat hérna en heima. En vá hvað það er samt ráðandi óhollustan hérna í búðunum. Fleiri hillur af "crisps" (kartöfluflögum) í risaumbúðum og svo ég tali nú ekki um allar kökurnar og búðingana sem virðast vera stór hluti af daglegu fæði. Svo ég tali aftur um heilsufæðið, þá erum við íslendingar miklu framar í því að mörgu leiti. T.d. versla ég oftast í nokkuð stórri Sainsbury´s verslun, sem er svona nokkurs konar Hagkaup og þar eru heilsuvörur í hálfum hillurekka sem aftur á móti er mun meira bæði í Bónus og Krónunni heima. Ég fann t.d. ekkert spelt til að byrja með en fann svo bara grófmalað spelt í gær. Kepti það og svo einhverja mjölblöndu sem inniheldur ekkert hveiti og ætla að prófa að baka brauð úr þessu. Ég er nefnilega alveg orðið eins og Michelin-maðurinn af bjúg og ógeði eftir að hafa hakkað í mig venjulegt brauð og dót undanfarið.
Best að fara að baka og fara svo út í göngutúr, hérna er 17°C hiti og hálfskýjað, voðalega notalegt veður. Kveðjur heim í óveðrið ;) og góða helgi öll sömul.

p.s. takk fyrir allar góðu kveðjurnar í kommentunum það er svo gaman að sjá hvað að kíkja margir hérna inn og einmitt margir sem ég vissi ekkert að fylgdust með, æðislegt að "hitta" ykkur öll :)

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ohh þetta er svo spennandi allt saman.Spurning um að skella sér bara í heimsókn bara til ykkar;-)
Kveðja Magga

29 ágúst, 2008 14:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Frábær díll hjá Hildi.
En hvenær byrjar svo skólinn hjá þér kella mín?
Ég kíkti til ömmu þinnar í gærkvöldi og þetta var nú ekki jafn slæmt og ég hafði verið hrædd um. Bestu kveðjur til ykkar frá okkur

29 ágúst, 2008 15:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er lengi búin að fylgjast með síðunni, er bara ekkert of dugleg að kvitta :/
Mig langar svo að heyra meira um þessa tölvu..vona að þú nennir að setja inn einhver svona smá um innvolsið :)

kveðja,
Addý.

30 ágúst, 2008 05:12  

Skrifa ummæli

<< Home