Hálöndin
Við mæðgur fórum í 12 tíma rútuferð upp í Hálöndin á sunnudaginn. Ferðin var alveg dásamleg okkur fannst æðislegt að fara út fyrir borgina og skoða okkur um úti í sveit. Eins og Hildur sagði, við erum svo mikið landsbyggðarpakk að okkur líður alltaf best úti á landi :)
Hér eru nokkrar myndir:
Ekki ólíkt íslensku heiðalandslagi...
Þetta er hann "Hamish" mjög frægt skoskt fjallanaut, ferlega flottur og kunni vel við athyglina sem hann fékk.
Umsjónarmaður hans var ekki síður athygliverður, ekta skoti ;) En hann var ekki eins hrifinn af athyglinni sem hann fékk. Það var samt frábært að sjá hvað þeir voru miklir félagar. Kallinn muldraði eitthvað við nautið og þeir virtust alveg skilja hvorn annan :)
Svo fórum við í siglingu um Loch Ness og leituðum að Nessie, vatnaskrímslinu fræga...
Hérna sjást nokkrir bátar á leið upp í skipastigann í Fort Augustus
Fallegt í Fort Augustus við Loch Ness
Og að lokum kastalarústir, Urguhart Castle
3 Comments:
Fottar myndir !!!!!!!!!!!!
þetta hefur verið flott ferð en hvar er gæjinn í pilsinu???
kv Jóna Guðný
æi hann var eitthvað vant við látinn þennan daginn og lét ekkert sjá sig :( ætli ég verði ekki að gera mér aðra ferð þarna upp á fjöllin til að elta hann uppi....
Hæ Hæ, þetta hefur verið skemmtileg fer hjá ykkur skvísum, það var líka gaman hjá okkur í Flatey, allir mjög ánægðir með ferðina, fengum frábært veður á laugardeginum og Fíi gætaði okkur um eyjuna fengum sögu hvers húss og margar skemmtilegar sögur. Hafið það sem best.
Kv. Idda
Skrifa ummæli
<< Home