Flutt
Ég á bestu vini í heimi!!!
Ég hef ekki haft tíma til að blogga alla síðustu viku þar sem ég var að tæma íbúðina og mikið að gera í vinnunni. En síðasta þriðjudag fékk ég her fólks til að hjálpa mér að flytja. Anna Birna og Egill hennar, Jón Óli og Nonni Metall, Jói Bringa og Jóna og síðast en alls ekki síst Dagrún komu og hjálpuðu mér að koma dótinu mínu í geymsluna. Þau voru eitthvað efins um að allt kæmist fyrir enda kom það svo í ljós að þrátt fyrir mjög góða stöflun hjá henni Dagrúnu þá fékk sófinn minn og einn stóll að fara í Sniglaheimilið og ísskápurinn og sjónvarpið fór austur á Rauðalæk. Þegar karlpeningurinn var búinn að hjálpa til með að fara með dótið þá tóku þær valkyrjurnar til við þrif og kláruðu fyrir mig 2/3 af íbúðinni þarna um kvöldið. Takk fyrir alla hjálpina elskurnar mínar, þið eruð frábær!!!
Við Hildur tókum svo tarnir eftir vinnu á miðvikudag og fimmtudag til að klára að losa restarnar og þrífa út úr dyrum. Um miðnættið á fimmtudagskvöldið skellti ég svo í lás í Blönduhlíð 1 í síðasta skiptið.
Snemma á föstudagsmorguninn flugum við mæðgur svo til Ísafjarðar þar sem við áttum yndislega rólega og góða helgi. Hittum ömmur og afa og annað gott fólk og slökuðum vel á. Við erum svo með gistinu í Grýtubakka hjá foreldrum Dagrúnar fram að brottför.
Næstu dagar fara í alls konar lokafrágang vegna flutninganna auk þess sem ég þarf að klára nokkur verkefni í vinnunni.
Það lítur út fyrir að partýið á laugardaginn verði haldið samhliða bjórkvöldi hjá Sniglunum í Sniglaheimilinu en ég á aðeins eftir að staðfesta það svo læt ég dygga lesendur mína vita :)
1 Comments:
Ekkert mál..
Alveg þess virði til að sjá þig koma öllu dótinu þínu inn íþessa pínnkuponsugeymslu ;)
Skrifa ummæli
<< Home