Brúðkaup og fleira
Ég fór í brúðkaup til frænku minnar á laugardaginn. Ótrúlegt þegar "litlu" frændsystkini manns eru farin að gifta sig! Ég er nefnilega í yngri kantinum á eldri hópi barnabarna bæði hjá föður- og móðurfjölskyldunni. Svo kemur smá bil í aldri og svo aftur yngri hópur frændsystkina. Núna eru s.s. þessi "litlu" frændsystkini allt í einu orðin stór. Þau eru farin að eignast börn, útskrifast með alls konar menntun og gifta sig. Ferlega skrítið þar sem það er svo stutt síðan ég var næstum fullorðin og þau þá bara lítil, núna er ég ennþá "næstum fullorðin" og þau bara búin að ná mér....! hehehe... það er ekki eins og ég eldist jafn mikið og þau... ;)
En að helginni, þá var voðalega fallegt brúðkaup í lítilli sætri sveitakirkju á suðurlandi og veislan haldin í gamla fjósinu á Brekkum (n.b. það er búið að gera þar hinn fínasta veislusal).
Það er alltaf jafn gaman að hitta fólkið mitt fyrir austan. Þvílíkt hresst og skemmtilegt lið. Það var bara verst að ég gat ekki verið fram á sunnudag og þ.a.l. gat ég ekki fengið mér í glas og djammað svolítið með þeim. En þegar mikið er að gera þá verður eitthvað undan að láta.
Sem sagt, fallegur dagur í sveitinni með frábæru fólki :)
Við Hildur réðumst svo í hið ógurlega verkefni að byrja að taka til í geymslunni á sunnudaginn. Þetta er að sjálfsögðu ekki eins dags verk svo það verður haldið áfram á kvöldin í vikunni. En... hálfnað verk þá hafið er...!
1 Comments:
Gud forud tid inni geymsluskrimslid eg sendi samudar kvedjur Olof i Budapest
Skrifa ummæli
<< Home