16.4.08

Tónlistarsnillingurinn ég.. eða þannig sko

Lífið gengur sinn vanagang og það styttist í ferminguna. Ég er voða róleg yfir þessu tilstandi enda er þetta ekki mikið mál ef maður velur að standa þannig að hlutunum. Það helsta sem ég þarf að hafa áhyggjur af er sú staðreynd að Hildur ætlar að spila á flautuna í fermingarathöfninni og ég ætla að spila undir á píanó! Sko ég hef engar áhyggjur af stelpunni, hún stendur sig með prýði en ég.... úff, ég hef ekki spilað á píanóið í þónokkur ár og hvað þá komið fram einhvers staðar!! Hvað er þá gáfulegra en að taka þetta bara með trompi og koma fram í stóra salnum í Háskólabíói? Ja ég bara spyr!! Vona bara að ég verði stelpunni minni ekki til skammar....
Held samt að við verðum bara flottar mæðgurnar báðar í upphlut :)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þið verðið flottar engin spurning,
Þú varst nú ekki vonarstjarna fjölskyldunna í tónlistarflutningi fyrir ekki neitt.

17 apríl, 2008 10:17  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið verðið sko meira en flottar, þið verðir langflottastar !
Gangi ykkur vel í undirbúningnum :)

17 apríl, 2008 12:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Verst að missa af þessu, vonandi verður einhver með videocameru svo hægt verði að endurlifa momentið.
Gangi ykkur vel!

17 apríl, 2008 14:41  
Blogger Meðalmaðurinn said...

frábært, gangi ykkur rosa vel! Fær maður ekki mynd á bloggið af herlegheitunum?

23 apríl, 2008 10:45  

Skrifa ummæli

<< Home