Allt í drasli... og rusli
Heimilið mitt er ekki þekkt fyrir einstaka snyrtimennsku eins og allir vita sem einhvern tíman hafa komið heim til mín. En við mæðgurnar þrífumst í sjálfu sér ágætlega í öllu draslinu. Samt kemur stundum að því að mér ofbýður gersamlega. Þá hef ég of lengi hummað fram af mér alls konar verk sem safnast svo saman í eina stóra ruslakompu sem telur alla íbúðina!!!
Núna er einmitt komið að þessum punkti þar sem minn eigin sóðaskapur (og kannski helst slóðaskapur) hefur farið út fyrir mín mörk. Lyktin í ísskápnum bendir til þess að eitthvað hafi skriðið þar inn og dáið, inni á pínu litla baðherberginu mínu eru tómir sjampóbrúsar og drasl sem gerir það að verkum að þessi eini fermeter af gólfplássi sem á að vera þarna hefur skroppið eitthvað saman, hundahárin á gólfinu eru farin að safnast saman út við veggina og eru líklega í þessum töluðu orðum að plotta upp einhverja hernaðaraðferð sem felur í sér valdatöku á heimilinu, dagblöð og ruslpóstur eru út um alla íbúð og gera sitt besta til að rata ekki í endurvinnslupokann sem þó stendur við hliðina á útihurðinni (þar sem þau koma öll inn sko..), sokkar og ýmislegt annað sem frelsað hefur verið úr kjaftinum á Depli er uppi á borðum og í hillum þar sem hann nær ekki til (voðalega smart hilluskraut), kattaspor eru út um allt eftir hlákuna undanfarið og svona mætti lengi telja! Að lokum þá mæli ég ekki með því að fólk stoppi of lengi í sömu sporum inni hjá mér því ég man ekki hvenær síðast var skúrað!!!
Já góðu vinir, þetta hljómar ekki vel. En líklega endar þetta eins og áður með því að ég tek til hendinni og læt moppu og tuskur þjóta, gaman - gaman!!
Annars verður helgin voða busy, mér var boðið á námskeið hjá Guðjóni Bergmann "þú ert það sem þú hugsar" held ég að það heiti. Hún Anna Margrét var svo yndisleg að bjóða mér með sér og ég hlakka bara voða mikið til. Ég er ekki í neinum vafa um að ég geti notað mér eitthvað af þessum fræðum :)
Jæja, ætla að vinna smá og fara svo heim með restina af vinnunni því ég er að afþýða frystiskápinn minn og langar ekkert til þess að koma að öllu á floti í geymslunni (sem er nota bene, case út af fyrir sig í draslumræðunni!).
Góða helgi öll sömul og hugsið til mín í leit minni að "decent" heimili :)
6 Comments:
Skúra, skrúbba ....bóna !!
Þú rumpar þessu af kæra mín :)
Kveðja Inda
..rífa af öllum skóna....
hva bíður bara öllum vinkonum í heimsókn og kökubakstur, bara smá tiltekt fyrst stelpur mínar....
kv Jóna
Langt síðan ég komst að því að tiltek og að búa um rúm eru tilgangslausustu verk sem til eru. Það að búa um býr bara til vandræði nokkrum tímum síðar þegar það þarf að hrista upp í öllu aftur til að geta farið að sofa. Og tiltekt, hrump, það er alltaf allt komið í drasl strax aftur og virkar alltaf meira en það var fyrir tiltekt. Maður var nebblega orðin vanur hinu draslinu. En ég sendi þér nú samt góða tiltektar strauma. Góða helgi. Já og ég vil góða lýsingu á þessu námskeiði hans Guðjóns.
Hey ég sem hélt að heimilið væri spottless eftir að þú tókst til um daginn út af hundaþjálfuninni..
Anna eru sokkar komnir á gólfið aftur for the dog to take ???
hummmmmmmmm
Ohh það er óþolandi þegar það laumast einhver dóni til að sturta draslinu og rykinu frá sér inn um gluggana hjá manni!!
Þetta gerist stundum hjá mér líka ;o)
Jæja, nú er ég búin að taka til hjá mér í dag, ganga frá fötum og dóti, þurrka af, þrífa baðherbergið og ryksuga! Það var nú ekki mikið mál!
Ok... ég bý ein í einu herbergi + míní baðherbergi á stúdentagörðum, með bara lítið brot af dótinu mínu með mér... ;) Góða skemmtun að taka til og enn betri skemmtun á námskeiðinu :)
Kveðja frá Osló!
Skrifa ummæli
<< Home