7.4.08

Kartöfluball og mótorhjól

Hið árlega kartöfluball var haldið í Þykkvabænum á laugardaginn. Ég fór austur á föstudagskvöldið og notaði laugardaginn til að pússa hjólið mitt og gera það fínt. Það varð líka til þess að ég mætti með svakalega fínt "manicure" á ballið ;) Hvaða maður getur staðist konu með þessar líka fínu olíurendur undir nöglunum??? Ja ég bara spyr...!
Maturinn var alveg frábær, kartöfluréttir í tugatali og ekki skemmdi félagsskapurinn. Okkur Einar Marlboro lenti aðeins saman (aðallega í gríni samt) sem varð til þess að eftir að hann hafði eitrað fyrir mér með vodka þá gat ég ekki drukkið meira og var því bara stillt og edrú :) Það er ekki alveg hægt að segja það sama um alla aðra (nefni engin nöfn) en aumingja Dagrún sem var búin að standa í undirbúningi og eldamennsku í marga daga og svo í því að taka af borðum og vaska upp á ballinu, þegar hún loksins komst til þess að skemmta sér þá var klukkan um 2 og allir hennar félagar, þessir líka partý-bikerar, farnir heim að sofa :) Þvílíkt sukk - lið eða hitt þó heldur... enda kom hún líka heim í Oddspart þegar ballið var búið og vakti okkur með offorsi og skipaði fólki út úr rúmunum og niður í partý!!! Ég held bara að einhvern tíman hafi maður nú verið hressari í skemmtanadæminu heldur en akkurat þarna. Við verðum bara að reyna betur næst....!
Á sunnudaginn kláraði ég svo að sjæna hjólið og hjólaði svo í bæjinn. Nú er bara að reyna að selja gripinn þannig að ef einhver veit um byrjanda á hjóli þá er ég með akkurat rétta hjólið, alveg frábærlega lipurt og þægilegt þó gamalt sé.

Að lokum ætla ég að byrta niðurstöður úr strumpaprófi sem ég tók. Ég hef alltaf haft mikla trú á lífsgildum þessara bláu vera og auðvitað tekur maður svona niðurstöður mjög alvarlega ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég sem hélt að þú værir partýstrumpur.....

08 apríl, 2008 13:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég ætlaði ekki að vera nafnlaus, Dísa heiti ég....

08 apríl, 2008 13:32  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Hey, við erum eins strumpar!

08 apríl, 2008 21:13  
Anonymous Nafnlaus said...

já nafna mín við erum lítlir party people .. ég drakk ekki dropa á hundafimiárshátíðinni keyrði rosalega stilt og vaknaði svo kl 8 til að keyra austur fyrir fjall á hundaæfingu.. hundarnir valda því að maður er bara þurr heilu helgarnar ;)

11 apríl, 2008 23:26  

Skrifa ummæli

<< Home