19.2.08

Þú ert það sem þú hugsar

Námskeiðið um síðustu helgi var alveg frábært! Það hófst á föstudagskvöldið og var frá 8- 10:30 og var svo bæði laugardag og sunnudag frá kl. 9-5. Mikill tími sem í þetta fór en alveg þess virði.
Það er nefnilega svo merkilegt að þó maður telji sig með slatta af heilbrigðri skynsemi þá þarf allaf að segja manni sömu hlutina aftur og aftur. Ég ætla ekki að fara nákvæmlega í innihald námskeiðsins núna, kannski nenni ég því seinna, en læt nægja að segja það að ég hafði heilmikið gagn af því og ætla að nota mér nokkur góð atriði úr því. Ég á örugglega eftir að koma með punkt og punkt hérna inn öðru hvoru.
Mér finnst hreinlega að allir ættu að fara á þetta námskeið, verst að Guðjón er að fara að flytja til útlanda tímabundið svo það fer hver að verða síðastur.

Hér kemur einn viskupunktur: Settu þér markmið og stefndu að þeim, þú þarft alltaf að vera að stoppa og endurskoða stefnuna en ímyndaðu þér skip sem sett er í gang og siglt af stað á neinnar stefnu eða ákveðins áfangastaðar, hvar endar það?

Af heimilinu mínu er það að frétta að ég tók trylling á það á föstudaginn áður en ég fór á námskeiðið. Kláraði kannski ekki alveg að þrífa allt en fann t.d. herbergið mitt og baðherbergið ásamt stofu og eldhúsi. Hjúkk maður, var farin að halda að einhver hefði stolið þessum herbergjum og sett inn einhverjar ruslakompur í staðinn!! En nei nei, þetta var allt þarna og því miður Dóra, þá verð ég að segja að í tiltektinni kom í ljós að það var bara ég sjálf og mín afkvæmi sem höfðum sturtað okkar drasli út um allt, get ekki kennt neinum öðrum um. Og mikið erum við sammála um tilgang tiltektar og þrifa Ásdís!!! Þetta comment þitt var eins og talað úr mínum munni :)

Hund vantar nýtt heimili!
Já ég er byrjuð að svipast um eftir nýju heimili fyrir hann Depill. Þar sem við stefnum að því að flytja til Edinborgar í ágúst þá þarf hann hvort eð er að fá nýjan samastað svo ég ákvað að byrja bara snemma að leita. Og það er nú einhvern vegin þannig að eftir að ákvörðunin var tekin þá vill ég helst fá heimili fyrir hann sem fyrst. Það er eitthvað svo erfitt að horfa á hann og vita að maður er að fara að láta hann frá sér.
Ég setti auglýsingu inn á hvuttar.net og þar er góð lýsing á honum (þótt ég segi sjálf frá). Endilega hjálpið mér að finna handa honum gott heimili, látið þetta berast eða hafið mig í huga ef þið þekkið einhvern í sveit sem gæti hugsað sér að taka að sér fjörugan vinnuþjark. Hann er nefnilega ekkert alveg ómögulegur þó ég ráði illa við hann, hann þarf bara eiganda sem er ákveðinn og staðfastur, ergo = ekki eins og ég!!

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hef augu og eyru opin ef ég frétti af heimili handa gæjanum. En hvað á að gera við kisulinginn?
En mikið er ég stolt af þér að ráðast í tiltektina, ef þú ert enn í stuði og vantar meira drasl þá veistu hvar ég á heima.

20 febrúar, 2008 15:14  
Blogger Anna Malfridur said...

Úff elskan, mig kemur aldrei til með að vanta meira drasl það er á hreinu!
En kisulingarnir fara með Ólöfu og ætla þau að flytja til Rúts (kærasta ólafar).

21 febrúar, 2008 13:38  
Blogger Anna Malfridur said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

21 febrúar, 2008 13:38  
Anonymous Nafnlaus said...

Jellú
Pakkinn þinn er mættur á svæðið á undan skólabókunum mínum! :( En ég kíki á hann kannski á morgun og jafnvel sendi hann bara líka þá... hvur veit, kannski nær orkan yfirhöndinni... nema ég geti legið hana úr mér aftur.....

22 febrúar, 2008 06:48  
Anonymous Nafnlaus said...

hef opin augu fyrir heimili handa drengnum .. kv Anna

22 febrúar, 2008 08:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég þekki því miður engan sem vill líflegan hund... en hún systa þín er byrjuð að blogga aftur, nú kannski í alvöru,.... allavega í smá tíma.... slóðin er alberta.blog.is

26 febrúar, 2008 14:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Já það er ótrúlegt hvað það þarf oft að hnippa í mann með svona góða hluti þó svo maður viti þetta allt saman og kunni ;-) kv. Sylvía

27 febrúar, 2008 11:05  

Skrifa ummæli

<< Home