18.3.08

Stundum fer ég vestur

Síðasta helgi var afskaplega falleg. Jónas afi var jarðaður á laugardaginn frá Árbæjarkirkju rétt hjá Hellu og skartaði sveitin hans sínu fegursta þann daginn. Sólin skein í kuldanum og útsýnið var alveg dásamlegt. Athöfnin var virkilega falleg, mikið sungið af fallegum ættjarðarlögum og sálmum enda hafði afi mikið yndi af söng. Ég held að allir hafi bara verið voðalega sáttir eftir þennan fallega dag. Amma komst því miður ekki austur í jarðaförina þar sem hún er rúmföst á landsspítalanum en Helena frænka mín var svo yndisleg að sitja hjá henni og hjálpa henni við að fylgjast með athöfninni í gegnum síma.
Við Dísa systir fengum að gista í Oddsparti og var Ebba litla voðalega sæl og glöð þar. Takk fyrir okkur Dagrún :)

Nú er svo komið að páskaferð til Ísó og er fyrirsögnin á þessari bl0ggfærslu í tilefni þess. Þar sem heiti tónlistarhátíðarinnar fyrir vestan um páskana er "aldrei fór ég suður" en það á ekki við hjá mér þar sem ég fór jú suður og m.a.s. ílengdist þar :) En á morgun ætlum við s.s. að aka vestur og ætlar Dagrún að koma með okkur. Björk bróðurdóttir mín á að fermast á skírdag og ætlum við Dísa að gista á Góustöðum með fjölskyldur okkar.
Sem sagt, framundan er fermingarveisla, tónlistarveisla og fullt af ömmu og afa - hittingi :)

Hafið það gott um páskana öll sömul og passið ykkur á ofáti (er ekki viss um að ég geti það sko...)


p.s. Elsku Inda og Magga, innilega til hamingju með fermingarbörnin ykkar um síðustu helgi!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra að þú sért að koma vestur, kannski nær maður að hitta aðeins á þig? Kannski stutt kík á Langa Manga?
Bestu kveðjur
Sóley Vet

19 mars, 2008 20:31  
Blogger Inda said...

Takk Anna mín ....góða skemmtun fyrr vestan ..

Kveðja Inda

20 mars, 2008 13:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Já takk fyrir Anna mín og hafðu það gott um páskana elskan.

Kveðja Magga

20 mars, 2008 23:55  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ og takk fyrir síðast.
Vonandi áttu þið góða daga fyrir vestan. Hérna megin hafa dagarnir eftir jarðaför farið í veikindi, fyrst ég og svo er Siggi lagstur núna.
En vonandi fer nú að birta yfir þessu öllu með hækkandi sól og vori.
Knús á línuna úr Kisukoti

25 mars, 2008 11:56  

Skrifa ummæli

<< Home