Edinborg - allt að gerast
Þó ég sé ekki búin að fá staðfestingu á inngöngu í skólann úti í Edinborg þá er ég búin að fá íbúð þar :) Fyrir algera tilviljun þá fór af stað svona "maður þekkir mann" atburðarrás sem varð til þess að við Hildur erum komnar með fína þriggja herbergja íbúð með húsgögnum og öllum húsbúnaði, í u.þ.b. 10 mínútna göngufjarlægð frá skólanum mínum. Ég er búin að vera í e-mail sambandi við hjónin sem eiga íbúðina og líst svakalega vel á. Það er enginn smá munur að vera komin með þetta á hreint áður en maður fer út. Þá get ég verið búin að skrá Hildi í réttan skóla og svo er bara að pakka saman fötunum sínum og fara...! Oooo, ég er farin að hlakka svo til...!!! Get varla beðið fram í ágúst!
Svo er bara eins gott að ég komist inn í skólann, annars skríð ég ofaní næstu holu og verð þar næsta árið :)
Hundspottið mitt fékk næstum því nýja fjölskyldu um daginn, var hjá þeim um páskana og svo ákváðu þau að prófa aðeins áfram. En þar sem þau eru með 3 hress börn þá passaði einn "ofur-hress" hundur enganveginn inn í heimilishaldið. Þeim þótti samt ósköp vænt um hann og hann hafði það svakalega gott hjá þeim en hafði ekki vit á því að haga sér skikkanlega svo hann fengi þarna framtíðarheimili. Hann er svo mikill asni greyið!!!
Jæja, helgin framundan og ég nenni ekki norður í afmælið hans Jóa Rækju. Þarf að gera svo mikið heima og að vinna líka svo ég ætla að eyða helginni í bænum. Gangið hægt um gleðinnar dyr og njótið helgarinnar.
4 Comments:
Til hamingju með daginn Anna mín - frábært að heyra af þessari fínu íbúð ;)
Til hamingju með afmælið elsku kerlinginn..
Vonandi hefur átt góðan dag og stelpurnar hafi dekrað við þig ;)
Til hamingju með afmælið um daginn.
Það var ekki fyrr en ég hitti ömmu þína í gær að ég komst að því að þú hefðir átt afmæli. Ég hefði nú knúsað þig extra mikið í erfidrykkjunni hefði ég vitað það.
En geri það bara þegar við hittumst með rauðvínið, hehhe
Eigðu góða daga og vonandi hefur skólinn vit á að bjóða þig velkomna.
Flott að heyra þetta með íbúðina en voða var hann Depill vitlaus að haga sér ekki. Sjáumst bráðlega.
Skrifa ummæli
<< Home