7.3.08

Sorg

Hann Jónas afi er dáinn. Hann varð bráðkvaddur í fyrrinótt heima hjá sér.
Eins og ég sagði í síðustu viku hérna þá voru ömmur mínar ótrúlegu báðar hætt komnar í aðgerðum og nú eru þær báðar á hægum batavegi. Alla, móðuramma mín, fór í stóra kviðarholsaðgerð fyrir viku síðan sem var hreinlega upp á líf og dauða. Allir voru búnir undir það að þetta gæti farið á báða vegu. Hún lét ekkert segja sér það og vaknaði eftir aðgerðina ákveðin í því að ná sér. En á meðan hún lá á Landspítalanum að jafna sig þá dó maðurinn hennar, hann Jónas afi. Hann var ekki heilsuheill eða eins og hann sjálfur sagði þá var skrokkurinn alveg búinn. En kannski vegna þess að hann var alltaf svo hress í anda og alltaf að hjálpa ömmu og hugsa um hana, þá kom þetta svo flatt upp á alla.
Þau afi og amma voru gift í um 60 ár og voru mjög samrýnd. Afi var í raun stjúp-afi minn en aldrei fundum við systikinin neinn mun á því hvort hann ætti í okkur einhvern blóðdropa, hann átti okkur öll barnabörnin jafnt. Jónas afi var einn besti maður sem ég hef kynnst og hans skarð verður ekki fyllt. Ég ætla að láta allar góðu minningarnar um hann hjálpa mér í gegnum næstu daga og vikur sem verða erfiðar. Sérstaklega erfiðar fyrir ömmu sem misst hefur svo mikið einmitt núna þegar hún hefði þurft á öllum sínum styrk að halda til þess að ná heilsunni eins vel og hægt er.

Elsku besti Jónas afi, þakka þér fyrir að hafa verið í lífi okkar mæðgnanna og takk fyrir að vera eins einstakur maður og þú varst. Hvíl í friði.

7 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Innilega samúðarkveður elsku Anna mín.. Vona að þú hafir bara alls ekki rétt fyrir þér með holskefluna eins og þú varst að tala um um daginn.
Hugsa til þín og fjölskyldunar þessa daganna..

07 mars, 2008 16:47  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég samhryggist þér Anna mín.
Gott að eiga góðar minningar um góðan afa. Ég þekki það líka.

07 mars, 2008 20:24  
Anonymous Nafnlaus said...

'Eg samhryggist þér elsku Anna Málfríður mín,kveðja Magga

07 mars, 2008 22:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Samúðarkveðjur til þín Anna mín. Vona að þú náir að slaka á um helgina samt og mundu að tíminn læknar öll sár og minningarnar lifa áfram. knús Sylvía

07 mars, 2008 23:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Samúðarkveðjur til ykkar.

08 mars, 2008 05:46  
Anonymous Nafnlaus said...

Mínar allra bestu kveðjur til ykkar mæðgna! Og líka hinna í fjölskyldunni !

10 mars, 2008 08:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilegar samúðarkveðjur kæra vinkona. Á svona stundum eru það einmitt góðu minningarnar sem eru svo dýrmætar. Bestu kveðjur til allra.
Sóley Vet

10 mars, 2008 21:41  

Skrifa ummæli

<< Home