4.4.08

Lífið og dauðinn

Enn einu sinni kemst maður að því hvað lífið er brygðult og hvað dauðinn getur verið ósanngjarn. Ég tek undir með stóru systir sem hún skrifaði á síðunni sinni, hvernig stendur á því að fólk í fullu fjöri er hrifsað frá okkur á meðan þeir sem saddir eru lífdaga og tilbúnir til þess að kveðja sitja og bíða? Ein uppáhalds frænka mín var að missa manninn sinn af slysförum og erum við öll mjög slegin. Það er rétt tæpur mánuður síðan hún fylgdi elskulegum föður sínum til grafar sem dó líka frekar skyndilega. Það er ekki í lagi að leggja svona miklar raunir á eina góða konu ég segi það bara alveg eins og er :(
Hvíl í friði kæri Flosi, við reynum eins og við getum að styðja við Siggu og strákana þína.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Tek undir þetta hjá þér Anna mín.

04 apríl, 2008 15:28  
Blogger Unknown said...

Samhryggist elsku Anna mín. Ótrúlegt hvað er lagt á frænku þína. Mikill samhugur er á vinnustað mínum og allir mjög slegnir.

08 apríl, 2008 23:09  

Skrifa ummæli

<< Home