Föstudagur - einu sinni enn!
Það er ótrúlegt hvað tíminn líður hratt ("á gervihnattaöölld..."). Vikurnar eru rétt byrjaðar þegar þær eru bara búnar.
Ég verð aðeins að hafa orð á því hérna hvað ég á ótrúlega sterkar ömmur, já og afa auðvitað líka þó það hafi ekki reynt eins mikið á þá blessaða undanfarið eins og ömmurnar.
Í síðustu viku veiktist Martha, föðuramma mín. Var í framhaldinu flutt hingað til Reykjavíkur þar sem hún fór í uppskurð. Þetta var töluvert alvarlegt en hún vaknaði eftir uppskurðinn ótrúlega hress og þegar ég sá hana tveimur dögum seinna leit hún ótrúlega vel út og var á hröðum batavegi. Þess má geta að hún er 91 árs gömul og ég held að það sé ekkert voðalega sjálfsagt mál að fólk á þeim aldri "skreppi" svona í stórar aðgerðir eins og ekkert sé!
En í fyrradag þá veiktist önnur amma mín hastarlega. Það var Alla móðuramma mín sem var flutt á sjúkrahús Selfoss á miðvikudagsmorguninn þaðan sem hún var send til Reykjavíkur. Þar komust læknar að því að það væri ekki um annað að ræða en akút uppskurð þá um kvöldið, hreinlega upp á líf og dauða. Amma er nefnilega búin að vera lungnasjúklingur í mörg ár og voru læknarnir ekki vissir um að lungun hennar mundu þola svæfingu og svoleiðis. Við biðum milli vonar og ótta yfir nóttina en sú gamla lét þetta ekkert á sig fá. Vaknaði bara eins og ekkert væri og spjallaði við hjúkrunarfólkið á gjörgæslunni! Þessi amma mín er 77 ára og er mamma hennar, sem er 99 ára enn lifandi og hress fyrir vestan.
Já ég segi ekki annað en að þegar þær voru búnar til þessar heiðurskonur þá voru hlutirnir gerðir með þeirri fyrirætlan að endast!!! Ég er svo stolt af því að vera komin af svona kjarnorkufólki :)
Svona í lokin þá bendi ég á nýjan link hérna til hliðar hjá mér, það er Dísa systir sem er tekin til við að blogga á fullu. Ég bendi sérstaklega á fullt af myndum af fallegu fjölskyldunni hennar :)
Góða helgi öll sömul...
p.s. Inda hlaupársbarn, innilega til hamingju með daginn:) Kem í kökuboð í kvöld...!
2 Comments:
Já þú ert ótrúlega heppin með Ömmur Anna Málfríður! En hvar varstu eiginlega í dag, ertu hætt í Góustaðafamilíunni eða hvað? Alveg kominn tími á annan skandal hjá okkur sko :P
Shit, ég steingeymdi þessu! var búin að melda mig og allt!!
Skrifa ummæli
<< Home