18.4.08

Þetta er ekki alveg í lagi

Smá svona neytendablogg hérna...
Ég fór í apótek í gær til að kaupa sjóveikistöflur fyrir hann pabba minn, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema hvað mér blöskraði verðmunurinn á milli apóteka. Fyrst fór ég í Lyf og Heilsu í Austurveri, þar var bara til einn pakki af "Postafen" með 10 töflum og kostaði hann 454 kr. En þar sem kallinn ætlar að vera á sjó í a.m.k. 6 daga og hver tafla virkar í ca. 12 klst. þá vildi ég fá annan pakka. Ég þurfti því að fara í aðra lyfjabúð og fór í Lyfju í Lágmúla. Þar kostaði samskonar pakki 365 kr eða u.þ.b. 20% minna!!! Hvernig stendur á þessu?
Ég veit vel að þessi krónumunur kemur ekki til með að breyta neinu í heimilisfjármálunum en ég tek alltaf sérstaklega eftir verðmuni á svona lágum tölum vegna þess að þá er prósentutalan svo hrikalega há. Margt smátt gerir eitt stórt - svo - fylgjumst vel með verði og látum ekki bjóða okkur svona fíflaskap!!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

nálar á insúlin penna 1 apotek litlar 1000 kr .. apotekið sem að ég versla allt mitt núna nálar 0 krónur ;) jamm óhætt að segja að betra sé að skoða málin vel

19 apríl, 2008 00:17  
Blogger Anna Malfridur said...

Ótrúlegt!!

21 apríl, 2008 08:48  
Blogger Unknown said...

já ég þekki þetta, skil engan veginn verðlagningu apóteka.

21 apríl, 2008 13:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyrðu, síðan hvenær er kallinn sjóveikur? Er ellin að btrja að herja á hann? Án gríns þá er þessi verðmunur pirrandi, ég þoli ekki svona rugl.

22 apríl, 2008 13:14  

Skrifa ummæli

<< Home