23.4.08

Dimmitering og ferming

Ólöf er bleikur kærleiksbjörn í dag. Ég var því miður ekki með neina nothæfa myndavél heima í morgun þegar hún fór út að dimmitera en því líkt krútt sem hún var í bleika mjúka kærleiksbjarnarbúningnum sínum :) set bara inn gúglaða mynd af svoleiðis bangsa í staðinn:

Hún var einmitt líka með svona regnboga á maganum :) Mér þykir verst hvað búningurinn er lítill, ég get alls ekki stolið honum til að taka með á landsmót í sumar!!!

Við Hildur erum í rólegheitunum að undirbúa ferminguna á sunnudaginn. Allt að verða tilbúið með góðri hjálp frá Dísu, mömmu og Dagrúnu. Ég er ekkert að fara á hvolf yfir þessu en það er samt í mörg horn að líta.

Jæja, ég er farin út að mótmæla... neee, ég er svoddan vesalingur að ég læt aðra um það fyrir mig ;)


Gleðilegt sumar öll sömul og takk fyrir veturinn!!

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

hringdu ef þig vantar hjálp
sérfræðingur í uppvaski ;)

24 apríl, 2008 23:24  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Sá einmitt nokkra krúttulega kærleiksbirni á ferð, fannst þetta frábær hugmynd.

25 apríl, 2008 09:36  
Anonymous Nafnlaus said...

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Og gangi ykkur vel á sunnudaginn, verð með ykkur í huganum.
Knús úr kisukoti.

25 apríl, 2008 11:49  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég tek í sama streng og Ásdís, hún skrifaði akkúrat það sem ég ætlaði að skilja eftir mig hérna. Knús að norðan!

25 apríl, 2008 16:25  

Skrifa ummæli

<< Home