28.4.08

Búin að ferma

Jæja þá er ég búin að ferma yngri dótturina. Dagurinn í gær var yndislegur í alla staði. Veðrið fallegt þrátt fyrir smá kulda og allt gekk eins og í sögu. Athöfnin var mjög skemmtileg og gekk atriðið okkar Hildar fínt. Ég er svo heppin að eiga góða að, bæði fjölskyldu og vini sem hjálpuðu okkur mæðgunum að gera daginn eftirmynnilegan. Takk takk fyrir alla hjálpina, þið eruð æðisleg!
Hildur er mjög ánægð með daginn, bæði athöfnina, veisluna og allar gjafirnar :) Hún var stórglæsileg í upphlutnum sem ég saumaði á hana og það er ekki laust við að mamman hafi verið að farast úr stolti yfir báðum ungunum sínum, sniff - sniff, smá væmni leyfileg núna...!

Svona vorum við mamma og Hildur fínar í Háskólabíói í gær:

16 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna ...

Kveðja Inda

28 apríl, 2008 15:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Vá! stórglæsilegar konur!
Innilega til hamingju með daginn.

28 apríl, 2008 17:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með dótturina :)
Kveðja
Anna og co

28 apríl, 2008 20:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir kökurnar, þær björguðu alveg deginum.

28 apríl, 2008 23:09  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með unglinginn elskan.
Alveg stórglæsilegar.

29 apríl, 2008 10:22  
Anonymous Nafnlaus said...

'O gleymdi...........
Kveðja Magga.

29 apríl, 2008 10:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Váds, hvað þið eruð fínar.
Vonandi koma fleiri myndir. Til hamingju með stelpuskottið, hún er stórglæsileg. Já og þið hinar líka.
Sjáumst fljótlega, vonandi. Kveðja, Ásdís

29 apríl, 2008 11:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Haukur kökukarl, Anna veistu að hann fyllti húfuna sína af kökum þegar hann fór....... Æðisleg mynd

29 apríl, 2008 12:00  
Blogger Anna Malfridur said...

Takk fyrir allar hamingjuóskirnar elskurnar :)

Veistu Dísa, að ég aumkaði mig yfir aumingjans litla frændann sem er í prófalestri og gaf honum fullann kassa af kökum í nesti :)
Ég er greinilega besta föðursystirin....!

29 apríl, 2008 13:39  
Anonymous Nafnlaus said...

flottar konur

29 apríl, 2008 21:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna. Þið allar stórglæsilegar í upphlutunum. Skil vel væmnina og gleðst með ykkur í anda :)

Settu svo fleiri myndir inn og leyfðu okkur að njóta

knús, Sóley

30 apríl, 2008 13:38  
Blogger Meðalmaðurinn said...

Til hamingju til hamingju til hamingju - þið eruð flottar mæðgur allar þrjár!

01 maí, 2008 14:11  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með litla barnið þitt ;O)
Þið eruð flottar saman þrjár á myndinni

03 maí, 2008 08:42  
Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með stelpuna. Þið voruð svo ótrúlega flottar á sviðinu, stóðuð ykkur vel.

Kveðja, Gullý.

03 maí, 2008 22:34  
Blogger Thordis said...

Til hamingju með daginn, þið eruð flottar á myndinni.
Kveðja úr kórnum
Þórdís

05 maí, 2008 09:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með unglinginn!! hefði gjarnan viljað vera þarna með ykkur!! og mikið eruð þið fínar í upphlutunum!!

08 maí, 2008 00:14  

Skrifa ummæli

<< Home