7.12.07

Nenni ekki neinu

Ég er eitthvað svo down og pirruð í dag. Langar helst að skríða heim í rúm og undir sæng með kisunum mínum. En það fæst víst lítið borgað fyrir það (allavega ekki ef ég vill liggja þar ein!) svo vinnan er það víst.

Síðasta helgi var frábær og djammhelgi dauðans. Á föstudagskvöldið var jólahlaðborð með VSI á Hótel Loftleiðum. Frábær matur og skemmtilegur félagsskapur. Ég var samt voða stillt og var komin heim rúmlega 12.
Á laugardagskvöldið var svo h-jólaball Snigla og ég var ekki alveg eins stillt þá. Endaði niðri á bæ á Dubliners, dansaði og dansaði og skilaði mér ekki heim fyrr en um kl hálf sex um morguninn. Já já þetta getur maður ennþá en boj-óboj hvað ég var þunn og þreytt á sunnudaginn og mánudaginn! Þetta djamm mitt endaði líka með hörku blöðrubólgu eftir helgina svo ég er búin að vera hálf manneskja þessa daga. Ekkert meira djamm fyrr en um áramótin fyrir mig takk!!!

Ætla að halda áfram að vera pínu leið og pirruð í dag en það byrtir upp um síðir...

6 Comments:

Blogger Inda said...

Hvað er að angra þig Anna mín?

Kveðja Inda

08 desember, 2007 16:20  
Anonymous Nafnlaus said...

Sumir dagar eru bara svona ... en þú varst flott í TV um daginn að borða skötu ;-D

09 desember, 2007 19:41  
Blogger Anna Malfridur said...

ha?? var ég í tv að borða skötu um daginn? Ertu að meina um síðustu jól?

10 desember, 2007 09:44  
Anonymous Nafnlaus said...

Það var ekki tekið fram hvenær þetta var tekið upp. Þeir voru að fjalla um skötuna að vestan og hvað það er lítið framboð af henni í ár. Á meðan var spilað smá myndskeið af fólki að gæða sér á namminu og þar varst þú ;-)

11 desember, 2007 08:35  
Blogger Anna Malfridur said...

ó mæ, maður er frægari en maður heldur ;)

11 desember, 2007 08:53  
Anonymous Nafnlaus said...

maður er bara heppinn að þú talar við mann sko ;)

11 desember, 2007 14:10  

Skrifa ummæli

<< Home