29.10.07

Kínverskt nudd og fleira

Síðasta vika var ömurleg hjá mér. Ég lá heima miðvikudag, fimmtudag og föstudag með þvílíkan hausverk og vesen. Hélt fyrst að þetta væri "bara" vegna vöðvabólgunnar í hálsvöðvunum en fór svo að hallast að því að þetta væri einhver flensuskratti þegar ég fékk eymsli í hálsinn og var alveg bakk í 3 daga. Skapið mitt er ekki hannað til þess að liggja heima í þrjá daga svo að aumingja dæturnar og dýrin fengu alveg að finna fyrir því :(

En á laugardaginn fór ég aðeins af stað og skrapp í smá búðasnatt með Hildi og Jónu sem varð svo til þess að ég þurfti að leggja mig þegar heim kom (meiri aumingjaskapurinn í manni!). Um kvöldið tók ég mig svo til og fór í partý - Já ótrúlegt en satt, ég drattaðist út úr húsi og á mannamót :) Leiðin lá í Hafnarfjörðinn til þeirra Hog Riders manna þar sem var fullt af mannskap frá flestum norðurlöndunum og þar á meðal slatti af fólki sem maður þekkti. Við sátum og drukkum þarna fram á klukkan 4 um nóttina og þegar Magga ætlaði svo að draga mig niður í bæ þá sagði ég stopp og fór heim, enda ekki þekkt fyrir að komast í hálfkvisti við svoleiðis djammdrottningu :)

En þá kem ég að því sem titilll þessa blogg ber með sér. Ég hef verið að drepast í vöðvabólgu í hálsi og herðum og svo eftir rúm-/sófaleguna fyrir helgina þá var eins og einhver taug hefði klemst hjá herðablöðunum og verkirnir alveg að fara með mig. Þá benti einn vinnufélagi minn mér á að fara hérna yfir götuna (í Hamraborginni) til Kínverjanna í nudd. Ó JÁ þvílíkt nudd!!! Ég átti að vera í klukkutíma en var í heila tvo tíma þar sem nálastungum var bætt við í lok nuddsins. Sú sem nuddaði mig var ekkert að taka á manni neinum vettlingatökum heldur bara almennilega og það bæði með höndum og fótum! Ég hef oft farið í nudd en þetta er sko það langbesta hingað til og svo er þetta alls ekki svo dýrt. Á morgun bauð hún mér upp á að koma aftur í nálastungur vegna hálsvöðvanna og svo ætla þau að leggja einhverja hitabakstra á þá líka. Já það er sko ekki alltaf neikvætt þegar gengið er yfir mann.......

3 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

já elsku nafna það þarf greinilega karlmenni í leðri til að draga þig út úr bílnum... ; ) takk fyrir hvöldið annars..

30 október, 2007 09:14  
Anonymous Nafnlaus said...

En hvernig fór hjá dýralækninum, hvort áttu Míó eða Míu?
p.s. til hamingju með ömmu þína í dag.

30 október, 2007 11:54  
Anonymous Nafnlaus said...

Já Anna mín það virðast fáir hafa eitthvað í mig þegar kemur að djammi.Skil það reyndar ekki,enn ég get alltaf stólað á hana fyllibyttu vinkonu mína hana Sollu.Við erum fínar saman,múhahahahhahahaha.

01 nóvember, 2007 02:27  

Skrifa ummæli

<< Home