Ný kisa á heimilinu
Ég er alltaf jafn soft fyrir kisum í neyð og það þurfti ekki mikið til að brjóta niður sýndarmúrinn á laugardaginn þegar ég fékk símtal þess efnis að eina litla sæta læðu vantaði svo heimili. Auðvitað tókum við hana að okkur og vonumst til þess að hún og Karíus verði vinir svo hann minnki kannski aðeins mjálmið og óhóflega athyglisýki sína. Þar sem við vorum búnar að sjá munstur í dýranöfnum hjá okkur í gegnum tíðina (þau virðast oftast hafa komið úr barnabókum) þá var sú stutta skýrð Mía litla (úr múmínálfunum). Nafnið fer henni vel, hún er svo mikil skotta :)
Strákarnir tóku henni ekkert of vel í fyrstu og hún ekki þeim. Depill var eins og honum er von og vísa, voðalega spenntur og vildi þefa og þefa fast af henni svo hún bara hvæssti á hann. Þau Karíus hvæsstu líka á hvort annað og vildu ekkert við hvort annað tala. En í gærkvöldi (sólarhring eftir komu hennar) þá var hún farin að skoppa um frammi hjá okkur þrátt fyrir Depil, voða hugrökk lítil kisa :) Karíus hefur aftur á móti ekki komið mikið inn og er í hálfgerðri fýlu við mig. Þetta jafnar sig allt saman, sérstaklega þar sem sú stutta er svo hugrökk og mannelsk. Hérna eru tvær myndir sem ég tók í gærkvöldi, hún var að vísu voðalega syfjuð þegar þetta var tekið en kostulegur svipurinn á henni þar sem Depill er að troða nefinu á sér í hana: "Æi hundur láttu mig vera..."
6 Comments:
Oooh hvað maður er sætur! Alveg geggjaður feldurinn hennar! :)
það eiginlega svona æææi farðu það er vond lykt af þér svipur ; )
það eiginlega svona æææi farðu það er vond lykt af þér svipur ; )
Ekkert smá sæt kisulína! ekki er ég hissa þó að Karíusi finnist hann þurfa að vera óhóflega athygglissjúkur með Depalíus á heimelinu! það er ekkert smá samkeppni!!! Vonandi verða þau vinir!
Til hamingju með hana Míu litlu.
Vonandi gengur sambúðin vel.
Bestu kveðjur úr Kisukoti.
Til lukku með nýja fjölskyldumeðliminn. Hún er rosa flott á litinn.
Ætli hún verði ekkki farin að stjórna heimilinu eins og drottningu sæmir eftir stuttan tíma
Skrifa ummæli
<< Home