31.10.07

Nú er það orðið opinbert...

Við heilsufarsskoðun hjá dýralækni fékk nýja kisan þetta komment: kettlingurinn virðist heilbrigður og rétt skapaður, bæði eistu gengin niður í pung! Þá vitum við það, hún Mía litla er elsku Míó minn :) Þeir fóstbræður, Karíus og Míó eru farnir að leika sér eins og brjálæðingar og voru m.a.s. staðnir að því að sofa saman í rúminu mínu þegar þeir héldu að enginn sæi til!

En herðablöðin á mér og hálsvöðvarnir eru aumari en ég get líst. Kínverjinn er búinn að stinga mig með nálum aftur og svo setti hann á mig einhverja heita bolla sem hann svo lofttæmdi svo ég er núna með fimm stóra kringlótta sogbletti á bakinu. Depill heldur örugglega að ég hafi gert þetta svo ég gæti verið doppótt eins og hann :) Set inn mynd af þessum ósköpum seinna, núna ætla ég að halda áfram að vinna....

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Láttu þér batna og ég myndi fara að endurskoða þetta með kínverjana ef þeir halda bara áfram að stinga þig með prjónum og gera á þig sogbletti !

31 október, 2007 23:55  
Anonymous Nafnlaus said...

nákvæmlega nafna ; )

til hamingju með hann mío annars

01 nóvember, 2007 10:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf smart að vera með sogbletti!
Takk fyrir stuðninginn í gær :)

P.S. er það einhver árátta hjá þér að safna vinkonum sem heita Anna? :P

02 nóvember, 2007 11:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég veit ekki um Önnu Anna en mér finnst þetta rosalega þægilegt að þurfa bara kunna eitt nafn ; )

02 nóvember, 2007 19:31  
Blogger Anna Malfridur said...

Jú kæru nöfnur, það er aldrei of mikið af Önnum :)

04 nóvember, 2007 15:55  
Anonymous Nafnlaus said...

jú stundum er maður bara að drukkna í öllum þessum önnum
muhahahhahahahahaha

05 nóvember, 2007 23:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Það kom líka í ljós eftir DNA rannsókn á Hansa mínum að hann er karl svo ég get haldið áfram að kalla fiðurfénaðinn Hansa:)

Kveðja Inda

06 nóvember, 2007 12:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig er það kona, á ekkert að fara að blogga meira og sýna Önnunum þínum fleiri myndir af snúllunum?

06 nóvember, 2007 19:51  
Anonymous Nafnlaus said...

Hun kemst bara ekki að vegna anna

06 nóvember, 2007 22:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Maður þorir varla að commenta hérna þar sem ég heiti bara Ásdís, en Á-ið er þó næst á eftir A-inu í stafrófinu þannig þetta hlýtur að sleppa.
Til hamingju með strákinn, hann Mío. Bestu kveðjur úr Kisukoti.

07 nóvember, 2007 14:43  

Skrifa ummæli

<< Home