8.10.07

Dásamlegt- dásamlegt

Helgin í Kerlingafjöllum var alveg frábær. Við vorum ekki komin þangað uppeftir fyrr en um kl. 10 á föstudagskvöldið svo að við sáum ekkert hvar við vorum eða hvernig það leit út vegna svarta-myrkurs. Þegar lagst var í koju um miðnættið var hellirigning og vindur en þegar við vöknuðum á laugardagsmorgun var komin snjóföl yfir allt og 6 stiga frost. Ohh, það var svo yndislega vetrarlegt :) Það bætti svo í vindinn og við fengum voða venjulegt vetrarveður með kuldabola og skafrenningi. Ég er svo mikið vetrarbarn (líklega í blóðinu og uppeldinu) að ég naut þess í botn að vera í þessum þræsingi eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var af okkur mæðgum í gönguferð:


Vindinn lægði svo þegar líða tók á daginn og var komin sól um kvöldið. Þá var tekið til við að grilla og borða þangað til allir stóðu á blístri og að lokum var sest með Swiss Miss og Stroh :)

En þegar fólk er komið aðeins (já bara aðeins!!!) ofan í þá frændur Captain Morgan og Stroh þá lítur það svona út eins og sést hér til hliðar (!)


Sunnudagurinn var svo fagur að mann langaði alls ekkert heim. Heiðskýrt, sól og snjór uppi á fjöllum, það verður ekki mikið dásamlegra en það! Það liggur við að ég verði að kaupa mér jeppa svo ég geti farið oftar í svona ferðir... ohh, gaman -gaman! Sem betur fer þá nýttum við daginn vel og flýttum okkur ekkert heim. Það var ekið um þarna í kring og stoppað oft til þess að skoða sig um. Við komum ekki til byggða fyrr en um kl. 10 í gærkvöldi, allir mjög þreyttir og útiteknir (nema kannski Depill sem var bara þreyttur).


Ég held að allir hafi skemmt sér mjög vel, allavega heyrist mér það á þeim sem ég hef hitt í dag hérna í vinnunni, svo þetta var virkilega vel heppnuð ferð í alla staði. Við vorum um 24 manns með börnum og einn hundur.


Að lokum má ég til með að setja inn eina fallega mynd sem var tekin á sunnudaginn í bíltúr sem við fórum í upp á hverasvæði þarna nálægt:

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vááá.... nú fékk ég fiðring í sveitavarginn í mér... mig langar í snjó...

09 október, 2007 08:23  
Anonymous Nafnlaus said...

Fullkomlega yndislegt.
Stór öfunda þig af þessari ferð, ekkert til fallegra en fjöll, snjór og sól.
Já og takk fyrir samveruna í síðustu viku, frétti að hún litla frænka þín hefði gólað alla leið í bæinn. Aumingja eyrun ykkar.
Sjáumst hressar.

09 október, 2007 14:33  
Blogger Anna Malfridur said...

ó já takk kærlega fyrir mig!! Jú jú hún Ebba litla hefur raddböndin alveg í lagi blessunin ;)

09 október, 2007 15:22  
Anonymous Nafnlaus said...

ohhhhhhhh mig langar að komast svona.. æðisleg mynd ; )

11 október, 2007 12:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Mynd af nýju kisunni, takk! :)

15 október, 2007 21:02  

Skrifa ummæli

<< Home