Af dýrum
Þar sem ég veit að sumir sem lesa þetta blogg eru líka svona smá klikk dýrafólk eins og ég þá má ég til með að koma með smá update af samskiptunum heima hjá mér þessar dagana.
Ltili kisinn er líklega Míó (sbr. "Elsku Míó minn") en ekki Mía litla! Allavega finnst okkur grunsamlegt þykkildi þarna á milli afturfótanna að greyinu ;) Það kemur endanlega í ljós á þriðjudaginn þegar hann/hún fer í sprautu og tilheyrandi. En það er svo fyndið að fylgjast með samskiptunum á milli Depils, Karíusar og Míó/Míu. Sá litli er nefnilega ekkert hrædd(ur) við Depil og spókar sig bara um heima eins og hann/hún eigi heimilið skuldlaust og sé aðaldýrið á bænum. Kemur hlaupandi og mjálmandi hástöfum á móti okkur þegar við komum heim og kíkti meira að segja í matardallinn hans Depils á meðan Depill var að borða. Þið hefðuð átt að sjá hissa svipinn á hundinum, HAHAHAHA...! Hann er nefnilega vanur því að Karíus stekkur alltaf í örugga fjarlægð þegar Depill hnusar af honum og býður honum alltaf upp á hasar eltingaleik. Depill er því líka farinn að passa upp á beinin sín, hann tekur bein í kjaftinn og labbar að litla kisa og urrar, bara svona til að segja: "hey, ég á þetta bein, ef þér skildi detta eitthvað annað í hug"! Hann áttar sig auðvitað ekki á því að beinið er litlu minna en allur kettlingurinn :)
Karíus er a.á.m. mjög súr yfir þessu litla kattardýri og hvæsir og urrar á hann/hana úr fjarlægð. Hann er svo fúll við okkur að hann er meira úti en áður og fyrsta sólarhringinn vildi hann ekkert við okkur tala. En hann er nú farinn að koma aftur til mín og kúra og mala á kvöldin svo ég vona að hann venjist þessu. En þetta er samt svo fyndið, bæði Depill og Karíus eru svo abbó út í litla krílið :) Depill krefst meiri athygli (eins og það hafi nú ekki verið nóg fyrir!) og hinn dregur sig til baka svo við verðum að passa alltaf að tala jafnt við alla þrjá. Úff þetta er eins og eldri systkini sem fá lítil barn inn á heimilið, hehehe...
Talandu um dýr, þá kjaga ég eins og önd núna. Í gær fór ég að finna fyrir svo miklum stirðleika í mjóbakinu að ég á svo erfitt með að rétta úr mér þegar ég stend upp. Þess vegna verður göngulagið á mér eins og ég sé komin svona 8 mánuði á leið og þar sem bumban á mér lítur nú eiginlega þannig út líka þá mundi ég ekki vera hissa á því að það yrði staðið upp fyrir mér í strætó (ef á annað borð þannig væri gert á Íslandi sko). Sem sagt, ég er EKKI ólétt þó útlit og göngulag gæti gefið annað í skyn :)
Eigið þið góða helgi öll sömul....
7 Comments:
Sætur litli nýi kettlingurinn. Ef þetta er lítill strákur verður hann eiginlega að fá eitthvað annað fínt nafn úr Múmínálfunum, t.d. Snúður, Múmínstrákur, Morrinn eða eitthvað álíka skemmtilegt :D Múmínálfarnir eru ÆÐI, dýrka þá og Bryndís mín líka.
Gaman að lesa um samskiptin á heimilinu :D
Ekki ólétt!!
Við verðum að fara koma þér á deit stelpa!!:)
Kveðja Inda
hey við jóna gerðum þó tilraun um síðustu helgi og komum henni út ; ) Anna þú mannst þú lofaðir að koma út úr bílnum næst ; ) (reyndar fórum við beint heim eftir að hafa skutlað þér þannig við erum lítið skárri ; )
Varaðu þig á gæsaganginum gamla mín ..... ég endaði rúmföst í vor .... fjandans brjósklosið ...
Passaðu að láta þetta ekki fara langt!
Já var ég ekki dugleg að fara út úr húsi? Ég lofa að fara út úr bílnum næst en munið "baby-steps, baby-steps" :)
Sóley, það kom fyrst til greyna að kalla kisa litla Snúð en Ólöf kom með þessa hugmynd "Míó" því þá getur hann eiginlega sagt nafnið sitt sjálfur- Hahahaha...!
Í kisu-alfræðibókinni minni er sýnt hvernig á að þekkja kisustelpu frá strák. Ef ég man þetta rétt þá er þetta þannig að strákurinn er meira svona eins og tvípunktur þ.e. : en stelpan eins og i (eða i á hvolfi) man ekki hvort. Meikar sens ekki satt?
Þessar upplýsingar eru þó birtar án ábyrgðar!!! Finnst þetta frekar fyndið comment svona þegar ég les það aftur yfir. He, he, njóttu vel.
Jú nafna, ég skulda þér sko greiða, nefndu það bara (reyndu samt að vera ekki of stórtæk sko). Það var svo gaman að heimsækja Míó litla - og ykkur hin líka - it made my day. ;)
Skrifa ummæli
<< Home