18 ár
Í dag eru 18 ár síðan frumburðurinn minn fæddist. Það var smágerð 12 marka stúlka sem var aðeins 50 cm á lengd og með stór blá augu. Hún hefur lengst um rétt rúman meter síðan (106 cm nákvæmlega!) og þroskast og dafnað afskaplega vel, að mati mömmunnar alla vega sem er að sjálfsögðu alveg hlutlaus í þessu máli ;)
Til hamingju með afmælið elsku Ólöf
og farðu varlega með fullorðinsréttindin sem þér voru fengin af yfirvöldum í dag!!
Kveðja frá mömmu sem er að rifna úr stolti !!!
7 Comments:
Til hamingju með stelpuna og Ólöf til lukku með afmælið:)
Til lukku með stúlkuna!
til hamingju með afmælið ólöf
til hamingju með afmælið ólöf
Já flott stelpa, til hamingju með hana.. þið báðar. Man þegar hún var pínulítil og brothætt í Hlíðarvegsblokkinni, gat ekki hætt að gráta og mamma hennar með síðar fléttur. Þá vorum við nú þvengmjóar hahaha!
Til hamingju með frumburðinn.
hæ og til hamingju með þessa flottu stelpu. Rosalega er hún lík þér :-)
Skrifa ummæli
<< Home