1.10.07

Löt - latari - Lötust

Já það er ég, latasta manneskja jarðarinnar, allavega nýliðna helgi! Ég gerði næstum ekki neitt alla helgina, var heima hjá mér án þess að taka til hendinni þar, skrapp aðeins út með hundinn og aðeins út að hjóla en annars bara las ég eða horfði á sjónvarpið. Þangað til seinnipartinn í gær þá var mér farið að ofbjóða og drattaðist upp í vinnu og tók smá vinnutörn.
Úff já, stundum er gott að gera ekki neitt en stundum getur það líka farið út í öfgar. Ojæja það er búið og gert!!!

Framundan er busy vika í vinnunni, allt kolklikkað að gera þar og svo kemur Dísa systir í bæinn með Ebbu litlu og ég ætla að gefa mér smá tíma með þeim.

Kveðja frá Latastabæ....

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

ohh mig langaði svo út að hjóla í gær en þar sem að hendin var tilfinningalaus (bremsuhendin)kannski hefði maður átt að skella sér og bara sleppa því að bremsa og keyra eins og kerling múhahahaha

01 október, 2007 10:49  
Anonymous Nafnlaus said...

bremsur hvað ætlaru að gera við bremsur?????

07 október, 2007 11:14  

Skrifa ummæli

<< Home