11.9.07

Frábær ferð

Ég er komin heim úr fínni ferð til Englands og Skotlands.

Interflam ráðstefnan var mjög áhugaverð og fræðandi og gaman að vera innan um svona marga virta fræðimenn á þessu sviði. Dagskráin var þétt frá morgni og fram á kvöld því að eftir stífa fyrirlestradagskrá allan daginn voru svona "social events" á kvöldin svo maður "varð" aðeins að fá sér einn eða tvo "pint" svona til þess að vera með ;) hehehe.....!

Sýningin Billy Elliot í leikhúsi í London var alveg ótrúleg! Þvílík skemmtun sem ég á eftir að lifa á leeeengi.

Svo var lagt af stað til Skotlands en þangað hafði ég aldrei komið áður. Fór með lest frá London og naut útsýnisins á leiðinni. Vá hvað ég er heilluð af Skotlandi. Það er svo fallegt þar! Í Edinborg drýpur sagan af hverju götuhorni enda borgin mjög gömul og merkileg. Ég fór í ekta túrista skoðunarferð um borgina og svo líka að skoða þessar brýr, Firth of Forth:


Þið sjáið ef vel er að gáð að þetta eru tvær brýr, þessi sem er nær er gömul járnbrautabrú og svo sést í stöplana á nýrri brúnni þarna á milli en hún er aðeins fjær. Þeir sem þekkja mig vita að ég er mjög veik fyrir brúm, stórum og litlum svo þessi sigling var alger draumur. Fyrir utan að skoða þessar merkilegu brýr þá eru svo fallegir litlir bæir þarna við ströndina sem gaman var að sjá.

Nú nú, aðal ástæða ferðar minnar til Edinborgar var að skoða háskólann. Ég var svo heppin að vera kynnt fyrir einum kennaranna þar á meðan ég var á Interflam svo hann tók á móti mér þegar ég kom og sýndi mér allt saman og fór með mig að hitta bæði nemendur og kennara. Ég fékk fullt af gagnlegum upplýsingum um það nám sem ég er að hugsa um að fara í svo núna er bara að skoða betur University of Maryland sem er annar kosturinn af þeim skólum ég er að hugsa um og taka svo ákvörðun þegar líður á veturinn

Ég þurfti að sofa í Glasgow síðustu nóttina þar sem ég átti að mæta snemma á flugvöllinn. Þar lenti ég á rándýru og ferlega sjúskuðu hóteli sem var örugglega voðalega fínt og flott svona í kringum 1980 eða fyrr en síðan þá hefur ekkert verið gert fyrir það, bjakk... Ég er nú ekkert voðalega pjöttuð og var t.d. á ódýru "Bed and Breakfast" í Edinborg sem var ekkert spes en þegar maður borgar meira en helmingi meira fyrir hótelherbergi á stóru hóteli þá ætlast maður líka til meira. En oj bara, þvílíkt hrúgald... :(


Jæja, nú er bara að reyna að vinna eitthvað úr þessum upplýsingum sem ég sankaði að mér í ferðinni, bæði sem snýr að vinnunni og skólamálum. Set með að lokum eina mynd af tré sem ég gat ímyndað mér að væri skylt ömmu hennar Pocahontas ;)

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Gaman gaman, er búin að vera að bíða eftir ferðablogginu. Var svolítið spennt að heyra hvernig þetta fór allt saman með skólaheimsóknina og það.

11 september, 2007 13:50  
Anonymous Nafnlaus said...

þetta er hálf creapy tré ;/

12 september, 2007 17:45  
Anonymous Nafnlaus said...

Mikið er ég fegin að þú sért farin að blogga aftur! Búin að bíða leeeengi ;)

13 september, 2007 06:39  
Anonymous Nafnlaus said...

hvar varst þú um helgina?

18 september, 2007 11:09  

Skrifa ummæli

<< Home