31.8.06

Breytingar á síðunni

Ég var aðeins að laga til í tenglunum hérna til hliðar og bætti við krílaflokki :) Ég vona að foreldrum þeirra sé sama annars láta þau mig bara vita. Þessi kríli eru börn vina minna sem mér finnst gaman að fylgjast með enda alger krútt öll sömul :)

Svo setti ég hérna fyrir ofan svona "quote of the day". Ég hef alltaf haft voða gaman af svona alls konar tilvitnunum og mismunandi visku. Nú er bara að sjá hvort þetta breytist dag frá degi, það hef ég ekki hugmynd um!!

Að lokum ætla ég að stela einni mynd af síðunni frá litla frænda mínum honum Hauki. Strákurinn er alveg frábær ljósmyndari eins og ég hef örugglega áður sagt hérna. En þetta er alveg týpísk mynd af henni Löngu (eins og langa-langömmubörnin hennar kalla hana) í eldhúsglugganum, er hún ekki alveg dásamleg???


2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Vá, þetta er æðisleg mynd af gömlu, hún er greinilega eitthvað að fylgjast með þér!

04 september, 2006 12:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Jæja gamla er ég ekki bara byrjuð að vinna aftur og kíkja á netið og svoleiðis.... ég las einhvernstaðar um hana Önnu olíulausu og Önnu úrbræddu...hahahaha

04 september, 2006 12:26  

Skrifa ummæli

<< Home